23.5.2022 | 12:25
Ófétið sem gaf skipunina þarf að koma fyrir dómstólinn
Þetta atvik sýnir vel brotavilja og virðingarleysi gagnvart mannslífum í rússneska hernum. Fyrir utan að það er merki um mikla heimsku viðkomandi herforingja. Ef hann vildi tryggja að enginn gæfi upp staðsetningu hersins, hefði hann þurft að láta drepa alla í þorpinu. Líklega hafa margir séð til hermannanna út um gluggann í næsta nágrenni og hringt i vini og kunningja lengra í burtu. Ef að líkum lætur gæti stór hluti bæjarbúa hafa vitað að rússneski herinn væri staddur í þorpinu.
Ungi maðurinn er að sjálfsögðu sekur og hefur fengið makleg málagjöld, en glæpur herforingjans er enn alvarlegri. Hann gaf skipunina sem sá rúmlega tvítugi átti mjög erfitt með að neita að framfylgja. Þá átti hann á hættu að vera drepinn sjálfur, eða a.m.k. fá lífstíðarvist í Síberíu.
Þetta dæmi er vonandi bara það fyrsta um að illvirkjarnir fái makleg málagjöld fyrir glæpi sína og enn frekar vona ég að þeir hærra settu verði negldir. Klappstýrur Pútíns hafa lengi haldið því fram að Úkraínumenn hafi framið svipaða glæpi í Donbas héröðunum Donetsk og Luhansk, en þá spyr ég:
Rússar hafa ráðið þessum héröðum að mestu í 8 ár. Af hverju hafa engin svona réttarhöld verið haldin þar yfir meintum stríðsglæpamönnum frá Úkraínu? Getur verið að þeir hafi ekkert slíkt í höndunum og rússneskir uppreisnarmenn hafi sjálfir drepið flesta af þeim óbreyttu borgurum sem féllu fram að hryðjuverkaárásinni 24. febrúar sl.?
![]() |
Rússneskur hermaður dæmdur í lífstíðarfangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2022 | 19:24
Viltu ekki að nágrannar þínir hervæðist? Hættu þá að ógna þeim.
Vanvitar og óvitar hér á blogginu og víðar, hafa haldið því fram að ástæðan fyrir hryðjuverkaárás Rússlands á Úkraínu, sé að lönd langt í burtu frá Úkraínu séu með sterkan her. Það væri of langt mál að ræða þá ranghugmynd í sjálfu sér, en skoðum Finnland og Svíþjóð aðeins, hvað varðar samskipti við Rússland.
Þessi lönd ætluðu sér ekkert að ganga í NATO og viðhalda svokölluðu hlutleysi sínu. Síðan réðist Rússland inn í Úkraínu, er búið að leggja landið í rúst og er beint og óbeint að hóta því að ráðast inn í fleiri lönd.
Gagnvart hverjum þarf að vígvæðast? Þeim sem eru með sterkan her til að verja sig? Þeim sem eru með sterkan her og nota hann til að ráðast inn í löndin í kringum sig? Svarið er augljóst.
Rússland hefur verið með yfirgangssemi gagnvart nágrannalöndum sínum í mörg ár. NATO hefur einungis verið í varnarstöðu í Evrópu. Ef Rússland ætlar sér ekki að vera með útþenslustefnu áfram, hafa þeir ekkert að óttast frá Vesturlöndum jafnvel þó þau vígvæðist.
Ef Rússland hinsvegar ætlar sér að leggja undir sig alla Evrópu, fyrst fyrrum Sovétríkin og síðan vaða áfram í vesturátt, þá þurfa þeir að sjálfsögðu að óttast sterka heri í V-Evrópu. Skyldi það vera ástæðan fyrir ókyrrð yfirgangsseggsins í Kreml að honum er nú settur stóllinn fyrir dyrnar í yfirgangssemi sinni og kúgun?
![]() |
Finnar munu sækja um aðild að NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2022 | 18:16
Finnar flengja harðstjórann
Sem er alltaf ánægjulegt að sjá. Einræðisherrann hélt að hann myndi hræða nágrannalönd sín og splundra þeim með hryðjuverkaárás sinni í Úkraínu, en hann hefur ekkert annað gert en að sameina Vesturlönd. Árásin og hótanir Pútíns út og suður hafa einungis gert lönd hins frjálsa heims enn staðfastari í að herða varnir sínar gagnvart útþenslustefnu alræðis- og kúgunaraflanna í Kreml.
![]() |
Munu greiða leið Finna inn í NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar