Færsluflokkur: Evrópumál
4.7.2010 | 08:13
Harðlínumenn í hópi ESB-andstæðinga að þétta raðirnar?
ESB-umræðan, sem mér hefur lengi þótt einkennast af upphrópunum á báða bóga og skítkasti í stað málefnalegrar umræðu, er ekki á neinum batavegi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið einarða afstöðu gegn ESB-aðild og líklega kallað yfir sig klofning. Þingflokksformaður Framsóknar vill draga umsóknina til baka og VG-liðar eru óánægðir þrátt fyrir að hafa samþykkt við stjórnarmyndun að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Ljóst er að andstaða við aðild er töluverð og má þar kenna óbilgirni Breta og Hollendinga í Icesave málinu um, auk fjárhagsvandræða Grikklands og nokkurra annarra ESB-ríkja.
Hjörtur Guðmundsson einn helsti trúboði landsins gegn ESB-aðild fullyrðir nú að engar málamiðlanir komi til greina hjá ESB-andstæðingum. Ekki veit ég hvort allir ESB-andstæðingar hafi gefið Hirti umboð til að tala fyrir sína hönd, það er þeirra mál. Ég veit það eitt að Hjörtur leyfir ekki athugasemdir á sínu bloggi og ég get þar af leiðandi ekki spurt hann, enda tilgangslítið að ræða við mann sem fyrirfram hafnar málamiðlunum.
Reyndar athyglivert hvað margir harðlínumenn gegn ESB-aðild hafa lokað fyrir athugasemdir á sínum síðum, en það er önnur saga. Undantekning þarna á er Jón Valur Jensson, ef hann skyldi vera að lesa þetta!
Það er eitt sem ég skil samt ekki við málflutning harðlínumannanna. Þeir tala mikið um að ESB-aðild skerði fullveldi landsins og löggjafarvald. Nú kemur stór hluti löggjafar okkar í tölvupósti frá Brussel nú þegar í gegnum EES-aðild okkar.
Ég tek það skýrt fram að ég fullyrði ekkert um hve mikið hlutfall það er af heildarlögum okkar, hvort það er 75%, 5% eða eitthvað annað hlutfall og ég hef engan áhuga á að fara í enn eina pissukeppnina um hvað hlutfallið er hátt. Við skulum láta það liggja á milli hluta.
En ef fullveldi er málið og ESB-aðild kemur ekki til greina vegna skerðingar á því, ættu ESB-andstæðingar ekki að krefjast þess að við segjum upp EES-samningnum? Eru þeir samkvæmir sjálfum sér ef þeir gera það ekki?
Málefnaleg svör óskast. Vinsamlegast skiljið skítkastið og upphrópanirnar eftir heima hjá ykkur.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar