Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Hef búið til nýjan bloggvettvang

Þetta er kannski hugsað meira sem áhugamál og hugsjón, en ég tel að bloggkerfið sé alveg nothæft. Að mörgu leyti betra en Moggabloggið, en að mörgu leyti einfaldara til að vera sanngjarn.cool

Það er hægt að skrá sig sem notanda með gervipóstföngum, þarf ekki að gefa upp alvöru tölvupóstfang. Ekki er beðið um að staðfesta póstfangið, enda ekki hægt að staðfesta tölvupóstföng sem eru ekki til.

Lykilorð eru dulkóðuð, ef einhver skráir sig sem notanda og ég get því ekki skráð mig inn sem sama notanda. Lykilorð eru geymd í gagnagrunninum, en ekki á sínu upprunalegu textaformi, heldur sem textastrengir er samanstanda af runu af bókstöfum, sértáknum og tölustöfum sem dulkóðunarpakkinn (bcrypt) býr til.

Ef einhver vill prófa vettvanginn, er það velkomið. Ég er ekkert að fara að reka bloggvettvang þannig séð, þetta er meira hugsað sem tilraun. Vefþjónninn myndi ekki ráða við þúsundir notenda, enda notast kerfið einungis við ókeypis vefhýsingu og gagnagrunn.

https://thefreeblog.herokuapp.com/


Þegar ódýrt verður dýrt og dýrt ódýrt

Ég hef alltaf sagt að ef einhver er tilbúinn að forrita fyrir mig kauplaust er ég afskaplega þakklátur. Ég vantreysti samt miklu af þessum frjálsa opna hugbúnaði. Ef eitthvað fer úrskeiðis er enginn ábyrgur, vegna þess að enginn keypti hugbúnaðinn og hver sem sækir hann og notar, gerir það á eigin ábyrgð.

Þú getur allavega kallað einhvern til ábyrgðar ef keyptur hugbúnaður bilar. Fyrir utan það að opinn hugbúnaður er oft allt að því ónothæfur hugbúnaður. Gott dæmi um þetta er OpenOffice. Það er vonlaust eða óskiljanlegt hvernig á að gera marga hluti sem þú ert vanur að gera í Microsoft Office, vandræðalaust. Auk þess hefur OpenOffice ekki verið viðhaldið í mörg ár.


mbl.is Mætti spara mikið með frjálsum hugbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestur innflytjenda óskar eftir söfnun vegna hamfaranna í Japan

Hinn japanski prestur innflytjenda, Toshiki Toma, hefur óskað eftir að fólk skori á Rauða Krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar að hefja söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Japan. Pistil hans má lesa með því að smella hér.

Hér með tek ég undir þessa áskorun og kem henni á framfæri. Sjálfur hef ég sent eftirfarandi áskorun til RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar. Ykkur er velkomið að nýta þennan texta, en hvort sem þið gerið það eða notið ykkar eigin orðalag, endilega ekki láta undir höfuð leggjast að knýja á um að söfnun verði hafin.

 

Sæll/sæl.

Prestur innflytjenda á Íslandi, Toshiki Toma, hefur beðið lesendur sína að skora á Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða Kross Íslands að hefja söfnun fyrir Japan vegna hinna hræðilegu náttúruhamfara sem þar geisa nú um þessar mundir.

Hér með kem ég þessari áskorun á framfæri og tek heilshugar undir hana.

Með vinsemd og virðingu,

[Þitt nafn] - (sleppið að tilgreina nafn ef þið kjósið nafnleynd af einhverjum ástæðum)

 

Netföng hjá Rauða krossinum er central@redcross.is og help@help.is hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.


Bloggvinalistinn grisjaður

Var að taka til í listanum, tók þá út sem ekki hafa ekki bloggað lengi. Almenna viðmiðunin var ár, þó fóru einhverjir sem hafa verið í aðeins styttra fríi. Hver sá sem er ósáttur við útvísun óski eftir bloggvináttu aftur og verður þá hún eða hann endurreistur á listanum.

Tölvunördahornið

Þessi færsla fjallar um tölvumál og tölvunördinn í mér er að fá útrás. Virðulegt fólk lesi ekki áfram.Grin

Mig langaði að deila með ykkur reynslu minni. Þannig er mál með vexti að ég bað þá ágætu menn frá Nexus að panta fyrir mig DVD-diskasafn sem mig langaði að fá mér. Þeir gerðu það og nú fyrir nokkrum vikum sendu þeir mér diskana í póstkröfu.

Í ljós kom hinsvegar að diskarnir voru gerðir fyrir Ameríkumarkað. Ég gat þó spilað þá í tölvunni hjá mér, en það kom viðvörun um að ég þyrfti að breyta stillingunni fyrir DVD-spilarann úr evrópska kerfinu yfir í það ameríska. Gallinn er að það er aðeins hægt að breyta milli kerfa, eða svæða réttara sagt, nokkrum sinnum.

Sem þýðir á íslensku að þegar ég er búinn að breyta stillingunum eins oft og leyfilegt er sit ég uppi með að geta aðeins spilað annað hvort DVD-diska fyrir Evrópumarkað eða Ameríkumarkað (svæðin eru reyndar fimm, en yfirleitt er maður bara að kaupa diska fyrir evrópska eða ameríska kerfið.)

Ég fór á ferðalag á Google og datt þá niður á fína lausn. Það eru til DVD-spilunarforrit sem geta spilað diska úr báðum kerfunum. Slóðin að einum er hér.

Gallinn við þennan spilara er hinsvegar að hann er deilihugbúnaður, sem þýðir að hann er nothæfur í 14 daga nema notendur séu tilbúnir að greiða fyrir hann.

Ábendingar um spilara eða forritsbút sem ekki þarf að borga fyrir eru vel þegnar.


Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband