Færsluflokkur: Samgöngur
7.6.2010 | 18:03
Ömurleg þjónusta Iceland Express
Ég pantaði hjá þeim flug fyrir nokkrum vikum til Kaupmannahafnar og tók með mér hljómborð. Innritunarstúlkan sagði mér að ég væri með 12 kíló umfram leyfilega þyngd og yrði að gjöra svo vel að borga 22 þúsund krónur í yfirvigt.
Ég sagði að það kæmi ekki til greina, frekar skildi ég hlutina eftir, enda varla þess virði. Síðan þráspurði ég hana hvort ekki væri önnur leið til að flytja þetta og hún sagði ekki svo vera. Seinna komst ég að því að á heimasíðunni segir að hægt sé að flytja hljóðfæri fyrir 3.500 kr.
Auðvitað sendi ég Iceland Express þungorðan tölvupóst og mótmælti þessu framferði harðlega. Það eru liðnar þrjár vikur síðan og ég hef ekkert svar fengið.
Ég ráðlegg öllum sem eru að íhuga að taka flug með Iceland Express að gera það ekki, snúa sér frekar til samkeppnisaðila. Þjónusta þeirra er herfileg og afgreiðslufólkið þekkir ekki einu sinni sjálft reglur flugfélagsins, nema það sé hreinlega að leika sér að því að eyðileggja fyrir fólki.
Þess má geta að mér kom í hug að biðja Flugrútuna um að flytja hljómborðið aftur í bæinn og þeir gerðu það gegn hálfu fargjaldi. Það er ekki Iceland Express að þakka að það tókst, en stífni þeirra varð næstum til þess að ég missti af vélinni.
Mun aldrei fljúga með Iceland Express aftur, ótilneyddur.
Síðan þætti mér gaman að vita hvenær Morgunblaðið ætlar að hætta að birta auglýsingar í dulbúningi frétta.
![]() |
Iceland Express flýgur til Winnipeg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.4.2010 | 20:43
Stjórnarandstaða Morgunblaðsins
Held að framkvæmdastjórinn hafi lög að mæla er hann segir að fyrirhugaðir vegtollar verði bara enn ein dulda skattlagningin, þó ég lýsi því yfir í færslunni hér á undan að ég telji hugsunina á bak við vegtollana góða, eins og hún er kynnt.
Hinsvegar gengur Morgunblaðið enn með þá flugu að þeir séu á Alþingi og í hlutverki stjórnarandstöðu, því í þessari frétt er ekki minnsta tilraun gerð til að fá andstæð sjónarmið fram. Aðeins rætt við framkvæmdastjóra FÍB sem er auðvitað hagsmunagæsluaðili ákveins hóps þ.e. bifreiðaeigenda. Aftur á móti heyrði ég viðtal við Kristján L Möller í útvarpinu í dag, sem skýrði betur út hina hlið málsins.
![]() |
Alfarið á móti vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar