Færsluflokkur: Ferðalög

Náttúruhamfarir, ekki sirkus undir Eyjafjöllum

Forvitnin drap köttinn segir máltækið og ég er ekki að tala um óhapp á flokksfundi hjá Vinstri grænum. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að nú standa yfir náttúruhamfarir á Eyjafjöllum.

Myndast hefur ný gossprunga með sjö gígum og nú er Mýrdalsjökull að liðast í sundur. Svæðið þarna er allt á fleygiferð undir fótunum á fólki. Guð gefi að engin alvarleg slys verði.

Björgunarsveitir eiga heiður skilinn fyrir óeigingjarnt starf við að leiðbeina og stundum burðast með ferðamenn til byggða sem hætta sér of nálægt gossvæðinu, örmagnast sökum þjálfunarleysis eða verða fyrir ofkælingu.


mbl.is Ný jökulsprunga í Goðabungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skera á reipið

Fátt jafnast á við frelsið á fjöllum. Það er eins og allar áhyggjur fjallgöngumannsins hverfi sem dögg fyrir sólu er hann kemst í snertingu við landslagið og víðáttuna í faðmi fjalla blárra. En þeir menn eru til sem láta sér ekki duga að ganga Esjuna á góðviðrisdögum eða labba Laugaveginn svokallaða milli Landmannalauga og Þórsmerkur á sumrin.

Árið 1985 ákváðu félagarnir Joe Simpson og Simon Yates að klífa hið 6.344 metra háa fjall Siula Grande sem er í Andesfjöllunum í Perú. Hrakningunum sem biðu hinna bresku fjallgöngukappa munu þeir seint gleyma.

Félagarnir komust áfallalaust á toppinn, en á leiðinni niður versnaði veðrið. Þeir sem eitthvað hafa verið á jöklum kannast við hvað snjóblinda er, en þá sér fjallgöngumaðurinn ekki nema fáeina metra í kringum sig og landslagið rennur saman í eina hvíta auðn. Líklega hafa Joe og Simon orðið fyrir snjóblindu og átt erfitt með að átta sig á því hvar þeir væru. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er norðurhlið fjallsins ekki árennileg, þar sem félagarnir fóru niður.

 

Mynd tekin úr vefgrein á ensku um atburðinn. Smellið til að lesa greinina

 

Fyrsta áfallið reið fjótlega yfir. Joe féll niður ísbjarg er honum misheppnaðist að tryggja sig, féll einhverja metra og fótbrotnaði illa á hægri fæti. Þessir hamrar eru nánast ókleifir þaulvönum ísklifurmönnum í góðu formi og með öll bein óbrotin, hvað þá fjallgöngumanni á annarri löppinni næstum meðvitundarlausum af sársauka og ofkæling handan við hornið.

Þegar Simon kom að félaga sínum vissu þeir báðir að Joe væri nánast dauðadæmdur. Þeir ákváðu samt að festa sig saman og að Simon myndi láta félaga sinn síga 100 metra, tryggja sig síðan hundrað metrum neðar, láta hann síga aðra hundrað metra og koll af kolli.

Útlitið skánaði ekki þegar Joe hrapaði um fimmtíu metra fram af öðru bjargi og hékk hjálparlaus í línunni frá Simon. Félagarnir voru ekki í kallfæri hvor við annan og því leið dágóð stund þar til Simon gat ályktað hvað hafði gerst.

Vitandi að sætið sem hann gróf sér í snjóinn var að molna undan honum og við blasti að hann drægist niður með Joe tók Simon ákvörðun sem hver einasti klifurmaður biður og vonar að hann þurfi aldrei að standa frammi fyrir. Hann skar á línuna.

 

Touching the Void

 

 Um hetjulega baráttu Joe og Simon fyrir lífi sínu má lesa í umfjöllun Wikipedia um mynd sem var gerð um atburðina, Touching the Void.

Ég velti því mest fyrir mér hvað Joe hafi hugsað þegar hann komst að því að Simon hafi skorið hann af línunni. Spurningin sem vaknar hjá fjallaklifurmanni sem er með hjálparvana félaga bundinn við sig er hvort hann eigi að meta sitt eigið líf svo mikils að hann verði að senda félaga sinn til fundar við skaparann. Sé nokkuð ljóst að báðir deyja með því að hafast ekkert að er þá betra að láta svo verða og hafa ekki verið valdur að dauða félaga síns?

Þetta eru áleitnar spurningar en auðveldara er um að tala en í að komast hvað svona aðstæður varðar.


Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband