Færsluflokkur: Íþróttir
23.1.2023 | 11:29
Aron - límið í íslenska landsliðinu?
Hef oft verið að hugsa á þessum nótum, athyglivert að lesa þessi orð Bjarka Más, sem sjálfur hefur verið frábær á þessu HM þrátt fyrir að lokaniðurstaðan fyrir Ísland á þessu móti, hafi verið vonbrigði. Ef Aron er ekki að skora sjö eða átta mörk í hverjum leik, viljum við stundum álykta að hann hafi bara ekkert getað. Málið er ekki svona einfalt.
Mörkin sem hver og einn leikmaður gerir, segja ekki alla söguna. Það þarf líka að koma markaskoraranum í færi til að skora og það gerist með þrotlausri vinnu og baráttu við að draga í sundur varnir andstæðinganna og þar spilar Aron stórt hlutverk. Hann er límið sem bindur leik íslenska landsliðsins saman. Sú vinna sem fram fer úti á vellinum til að skapa færin, er ekki eins sýnileg og mörkin sem hún leiðir af sér. Svipað má segja um varnarvinnuna.
Ég hef lengi óskað eftir að landsliðið verði leikmannahópur þar sem allir leikmenn eru góðir og kannski tveir eða þrír séu fremstir meðal jafningja. Frekar en að liðið sé þannig samsett að einn leikmaður skorar 10 - 12 mörk í hverjum leik og síðan nokkrir með 1 - 3 mörk. Áður fyrr áttum við þannig leikmenn, eins og Duranona og Sigga Sveins, en hvað gerist þegar þessi eini leikmaður sem er þá í raun hálft liðið, meiðist? Breiddin er algjört lykilatriði. Það sjáum við í liði Svíþjóðar, sem á a.m.k. tvo frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu.
Við þurfum að fara að dæmi Svía (og fleiri liða sjálfsagt) og ekki treysta á 8 - 9 leikmenn, sem eru látnir spila nánast hverja einustu mínútu. Síðan þegar við missum þá í meiðsli, sem getur einmitt verið afleiðingin af því að þeir spila of mikið án þess að fá hvíld, er enginn til að taka við keflinu (eða réttara sagt boltanum.) Breiddin er leiðin að þeim árangri sem við viljum ná.
![]() |
Tileinkaði Aroni sigurinn: Þeir sem skilja handbolta sjá hvað hann gerir fyrir okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2012 | 21:20
Lán Ítala í óláni?
Er nokkuð viss um að verðmiðinn á Balotelli eftir stórgóða frammistöðu á EM sé of hár fyrir Inter. Fyrir um 20 árum síðan var ítalska deildin sú sterkasta í heimi og sogaði til sín flesta af bestu leikmönnunum. Núna er enska úrvalsdeildin í þessari sömu stöðu.
En það er tvíeggjað vopn fyrir land að hýsa sterkustu úrvalsdeild heimsins. Eins og Buffon sagði um daginn, þá er þetta einmitt ein meginorsökin fyrir því að enska landsliðið er töluvert á eftir bestu landsliðunum í getu og hafa dregist aftur úr frekar en hitt á síðustu árum. Heimamenn komast einfaldlega ekki í bestu liðin, með fáum undantekningum.
Ítölsku liðin aftur á móti byggja að miklu leyti á heimamönnum þó það komi ekki til af góðu, ástæðan er að ensku félagsliðin eru fjársterkari og geta náð til sín bestu leikmönnunum. Það verður hinsvegar til þess að Ítalir geta byggt landslið sitt á leikmönnum sem eru lykilmenn í bestu félagsliðunum á Ítalíu, auk þeirra Ítala sem leika í Englandi eða annarsstaðar eins og Balotelli.
![]() |
Vill fá Balotelli til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2012 | 22:11
Verðandi Evrópumeistarar?
![]() |
Balotelli sá um Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2012 | 00:09
Áfram Spánn!
Til hamingju Spánverjar, þið eruð a.m.k. með næstbesta liðið í Evrópu. Bloggmyndin mín sýnir hvert er mitt uppáhaldslið, en ég verð að hrósa Portúgölum fyrir góða frammistöðu. Þeir lokuðu vel fyrir stutta spilið hjá Spánverjum, sem fundu ekki leiðina í portúgölsku netmöskvana í rúmlega tvær klukkustundir.
Portúgal er kannski með næstbesta liðið á þessu móti, það fer eftir því hvernig hinn undanúrslitaleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn enda.
![]() |
Casillas: Ekki margir sem afreka þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2012 | 14:38
Scholes er fimm árum eldri en Pirlo
Miðað við mann í fremstu röð í knattspyrnunni á sínum tíma, er þetta ótrúleg staðreyndavilla hjá Owen, nema þýðingin hjá mbl.is sé eitthvað vitlaus. Scholes er fæddur 1974, en Pirlo 1979. Á þessum aldri er fimm ár mikill aldursmunur í alþjóða knattspyrnu.
Tek samt undir að Scholes var örugglega ekki síðri leikmaður fyrir fimm árum, en Pirlo er núna. Það má samt bóka að hinn 37 ára Scholes hefur ekki þá snerpu og úthald sem hann bjó yfir þegar hann var 32ja ára, eða eins og Pirlo hefur í dag.
Miðað við hörmulega frammistöðu Englands á þessu Evrópumóti er þó ekki óeðlilegt að margir séu kallaðir til að finna skýringar. Ég held að skýringuna megi finna í drepleiðinlegum knattspyrnustíl á Englandi og því að lykilmenn í flestum liðunum í úrvalsdeildinni séu frá löndum utan Bretlandseyja.
Það hefði verið móðgun við þessa keppni ef England hefði komist í undanúrslit, ekkert síður en ef Grikkland og Írland hefðu komist þangað. Englendingar voru þó sennilega með besta varnarliðið, en sóknarlega er enska landsliðið eins og 3. deildarlið þar í landi.
![]() |
Owen: Vantaði Scholes í lið Englands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 23:19
Gamalt og nýtt
Ekki nýtt: Ísland tapar.
Nýtt: Ísland skorar mörk í landsleikjum.
![]() |
Svíar lögðu Íslendinga 3:2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 23:27
FH-ingar farþegar
![]() |
Einar Andri: Þeir voru bara grimmari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2011 | 23:16
Er vörn besta sóknin?
Suður-Ameríkuliðin hafa lært varnarleik af okkur í stað þess að við myndum læra sóknarleik af þeim. Ljóst er að alltof margir suðuramerískir leikmenn eru á mála hjá félagsliðum í Evrópu.
Það lítur út fyrir að vörn sé besta sóknin, nema Diego Forlan, Sanchez og félagar taki Paragæjana í bakaríið.
![]() |
Paragvæ í úrslit án þess að vinna leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 23:15
Ekki hægt annað en vera sáttur við strákana
Þetta var frábær árangur hjá U21 landsliðinu og meira en nóg til að bæta upp fyrir vonbrigðin gegn Hvít-Rússum og Sviss. Þeir síðarnefndu voru með betra lið og ekki hægt að ásaka okkar menn fyrir að tapa gegn þeim, en leikurinn við Hvít-Rússa fór á verri veg en gat orðið.
Að komast á Evrópumót í fyrsta sinn í íslenskri knattspyrnusögu var afrek út af fyrir sig, en að sigra Dani 3-1 á þeirra eigin heimavelli, svo til fullum af áhorfendum, er hetjudáð.
![]() |
Dönum skellt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 21:21
Vantar hinn eftirsótta stöðugleika
Í hvaða búð fæst hann? Ég veit það ekki og íslenska handboltalandsliðið ekki heldur, greinilega. Þeir byrjuðu þetta mót vel, unnu alla leikina í undanriðlinum og töpuðu síðan öllum leikjunum sem eftir voru. Okkar menn börðust vel í lok þessa leiks, en gerðu þau mistök eins og svo oft áður að missa mótherja sína of langt frá sér. Það kostar alltaf mikla orku.
Króatar voru í svipaðri stöðu og við, búist var við meira af þeim en þeir sýndu og ef eitthvað er hafa þeir sterkari mannskap en íslenska liðið. Að vísu má segja það okkar mönnum til varnar að nokkra lykilmenn vantaði í vörnina og einhverjir aðrir leikmenn voru tæpir vegna meiðsla.
Nú er bara að byggja upp og gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að auka breiddina fyrir þau átök sem framundan eru, undankeppni Ólympíuleikanna í London á næsta ári. Vegna tapsins í kvöld lendir íslenska liðið hinsvegar í erfiðari riðli en ef þeir hefðu náð fimmta sætinu í kvöld. Það er því hætta á því að Guðmundur muni ef eitthvað er þrengja hópinn sem hann treystir á fyrir undankeppni ÓL, því við höfum ekki efni á að tapa mörgum stigum í þeirri baráttu.
![]() |
Eins marks sigur Króata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar