27.1.2022 | 13:29
Handbolti er keppnisíþrótt. Ekki útibú frá Hjálpræðishernum
Ég veit ekki hvað ég á að segja um svona pakk og það sem ég vil segja er ekki birtingarhæft. Handbolti ér keppnísíþrótt. Markmið hvers landsliðs í stórmóti er að standa uppi sem sigurvegari að loknu mótinu.
Markmiðið er líka að vinna næsta leik, en ef lið er komið í það góða stöðu að úrslit í einhverjum leik skipta litlu sem engu máli, er mjög sniðugt að hvíla lykilmenn til að hafa þá ferskari í undanúrslitunum, þar sem allt er undir.
Danir eru ekki skyldugir til að reka einhverja félagslega aðstoð við önnur þátttökuríki í þessu móti, til að taka þau með sér í undanúrslit. Sæti þar eiga að ráðast á vellinum, ekki í einhverjum bandalögum um að vinna eða tapa leikjum til að þessi eða hin þjóðin komist áfram.
Enginn er annars bróðir í leik. Íslenska liðið hefði gert nákvæmlega það sama hefði það verið í sömu sporum og Danir voru og Danir í sporum Íslendinga, hefðu þurft á sigri Íslands að halda.
Ísland hefði án efa hvílt lykilmenn og hugsað um að spara leikmenn fyrir undanúrslitin. Hvert lið á að hugsa um sína hagsmuni fyrst og fremst og hver sé öruggasta leiðin til að komast alla leið í úrslitaleikinn. Þess vegna er handbolti kallaður keppnísíþrótt og starf Hjálpræðishersins góðgerðarstarfsemi.
Nú kann að vera að Nicolaj Jacobsen hafi gert mistök með ákvörðun sinni, þó mistökin felist ekki í að veita ekki íslenska liðinu félagslega aðstoð. Heldur einfaldlega í því að Danir hefðu mætt Svíum í undanúrslitum, hefðu þeir haft betur gegn Frökkum í lokaleik milliriðilsins.
Spánverjar eru líklega með sterkara lið en Svíar, a.m.k. unnu þeir Svíana í riðlakeppninni, þó ein úrslit segi kannski ekki alla söguna, því Ísland til dæmis vann Frakkland, Frakkland vann Danmörku, en við töpuðum fyrir Dönum. Handboltastærðfræðin gengur ekki alltaf upp.
Hvað sem öllu þessu líður, í staðinn fyrir að nöldra út af Dönum og gera okkur að fíflum í öllum fjölmiðlum þeirra, ættum við frekar að einbeita okkur að Norðmönnum í leiknum um fimmta sætið.
Þeir eru engan veginn bæði sýnd veiði og gefin. Þeir höfðu örugga forystu (þó forysta í handboltaleikjum sé sjaldan örugg) gegn Svíum, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum og komust í undanúrslit á kostnað nágranna sinna.
Vinnum við Noreg, frábært. Liggjum við illa fyrir þeim, þá bendir það til að úrslitin gegn Svíum yrðu svipuð, þó það sé ekkert víst. Eitt er ljóst og það er að þetta unga íslenska lið hefur unnið þrekvirki á þessu móti, hvort sem 5. eða 6. sætið verður niðurstaðan.
![]() |
Danir fjalla um reiði Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 27. janúar 2022
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar