Gefið boltann oftar á okkur!

Þegar strákarnir okkar í handboltalandsliðinu komu heim með bronsið sem þeir unnu á Evrópumótinu var tekið vel á móti þeim í Laugardalshöllinni. Fyrrum félagi þeirra íþróttafréttamaðurinn Einar Örn náði tali af nokkrum landsliðsmannanna, þar á meðal Ingimundi Ingimundarsyni og Vigni Svavarssyni.

Einar Örn benti á að sú vinna sem varnarmennirnir inna af hendi væri mjög oft vanmetin, sem er alveg rétt hjá honum. Áhorfendur hrífast þegar þrumufleygar Arnórs Arons og Ólafs syngja í netinu, Róbert snýr sér í hálfhring af línunni áður en hann lætur vaða, eða Guðjón Valur stekkur inn úr horninu. Varnarvinnan skapar hinsvegar oft sóknartækifæri.

Aðspurðir hvort þeir vildu segja eitthvað að lokum sögðu Ingimundur og Vignir báðir að félagar þeirra í liðinu ættu að gefa boltann oftar á þá í hraðaupphlaupum! Þeir ættu til að sniðganga vinnuhestana í vörninni þegar liðið fengi tækifæri til að sækja hratt fram eftir að hafa unnið boltann.

Vafalítið hafa þeir meint þetta sem góðlátlegt grín, en mig grunar að einhver alvara sé þarna að baki. Ég þekki það frá því ég æfði knattspyrnu á mínum yngri árum að sóknarmennirnir voru ekkert allt of viljugir að gefa á okkur varnarmennina. Sumir gáfu helst ekki á neinn samherja en reyndu að sóla andstæðingana sundur og saman þangað til þeir annað hvort flæktu saman fótunum eða boltinn var hirtur af þeim.

Það hefur líka mikil áhrif á það hve virkur leikmaðurinn er í leiknum hvað hann er ákafur að bjóða sig fram og koma sér í fríar stöður. Til þess þarf sjálfstraust og útsjónarsemi, en það getur virkað neikvætt fyrir sjálfstraustið þegar leikmaður skynjar að samherjar hans treysta honum ekki fyrir boltanum. Þá er hætta á að hann/hún dragi sig í hlé og detti enn frekar út úr leiknum.

Það er betra fyrir handboltalið að hafa marga góða leikmenn heldur en fáar stórstjörnur. Þá verða leikmennirnir að treysta hver öðrum. Hinir leikmennirnir í handboltalandsliðinu ættu því að vera óhræddir að taka Ingimund og Vigni á orðinu og gefa boltann meira á þá í sókninni. Það getur ekki gert annað en að efla breiddina.

Auðvitað eru leikmennirnir í samkeppni innan liðsins og það er bara gott. Það gerir það að verkum að þeir leggja meira á sig. Hinsvegar má samkeppnin ekki verða til þess að leikmenn ætli sér að vinna leikina upp á eigin spýtur. Hér gildir að finna réttu blönduna af einstaklingsframtaki og samstöðu innan liðsins. Það hefur Guðmundi Þ. Guðmundssyni landsliðsþjálfara tekist mjög vel. Árangurinn sýnir það ótvírætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband