75 milljarða villandi talnaleikfimi Icesave þrælasamningssinna

Skósveinar Samfylkingarinnar og þess hluta VG sem vilja selja þjóðina í skuldaþrældóm Breta og Hollendinga fara mikinn og dreifa villandi áróðursgrein Gunnlaugs nokkurs H Jónssonar.

Í grein þessari fullyrðir Gunnlaugur að þjóðarbúið tapi 75 milljörðum á mánuði með töfum á Icesave. Hann segir:

Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur.

Þessir útreikningar eru mjög villandi. Í fyrsta lagi er ekkert öruggt að það verði 3% hagvöxtur jafnvel þó Icesave leysist strax í dag, eða hefði leystst um áramótin. Það ríkir heimskreppa og almennur ótti við að fjárfesta, auk þess sem framboð á lánsfé er takmarkað. Líka til þeirra sem bera ekki Icesave á bakinu. Auk þess má fullyrða að aukin skuldsetning þjóðarbúsins örvar ekki fjárfestingar og þar með hagvöxt. Hún er líklegri til að draga úr fjárfestingu.

Í öðru lagi gleymir Gunnlaugur eða kýs að leyna því að hinn meinti hagvöxtur færi nær allur í vaxtagreiðslur af Icesave miðað við Svavarssamninginn. Vaxtagreiðslurnar verða mun minni ef betri samningur næst, hvað þá ef dómstólaleiðin verður farin og Svavarssamningurinn verður dæmdur sem ólögleg fjárkúgun, sem hann er að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband