12.4.2010 | 17:20
Aðeins stjórnmálamenn geta skuldsett þjóðina
Orð Davíðs Oddssonar um að útrásarvíkingarnir hafi skuldsett þjóðina svo landráðum líkist endurspegla þann skort á ábyrgðartilfinningu sem hrjáir flesta íslenska stjórnmálamenn.
Hvað sem segja má um brjálæði útrásarvíkinganna gátu þeir ekki skuldsett þjóðina nema vegna þess að stjórnmálamenn leyfðu þeim að komast upp með það. Aðeins stjórnvöld landsins og sveitastjórnir geta lagt opinberar skuldir á herðar borgaranna. Það er ljóst af þessum orðum Davíðs að hann áttar sig ekki á þeirri ábyrgð sem á honum hvíldi, eða afneitar henni.
Ég vona sannarlega að útrásardólgarnir fái makleg málagjöld, en ábyrgðin er mest hjá stjórnmálamönnum. Merkilegasta og ósvífnasta niðurstaða rannsóknarskýrslunnar er að þeir eru allir saklausir (að eigin áliti.)
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll hvað ég er sammála þér og maður spyr sig:
Hvaða snillingar gerðu þetta fall að veruleika?
Er betra að vera snillingur eða latur meðalmaður?
Hverjir áttu að geta séð þetta fyrir löngu?
Ég er meðalmaður og sá þetta fyrir mér gerast ári fyrir hrunið, hér er eitt dæmi: Ef ég er t.d. smiður og fæ einn daginn 1000 kr á klukkutíma og eftir 4 ár eru launin mín búin að hækka í t.d. 4500 kr á tímann, lánastofnanir lána endalaust í byggingageirann vitandi það að eftirspurnin lækkar með árunum, hvað gerist þegar bólan springur? Svarið er nútíminn!
Það gat hvaða helvíta stjórnmálamaður séð það hvert hlutirnir stefndu fyrst ég gat það! Allir þeir stjórnmálamenn sem eru búnir að smíða þetta lagaumhverfi í kringum þessar fjármálastofnanir, og þá meina ég Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn, eru hreint og beint snillingar í vanhæfni og þeir eru sjálfum sér verstir.
Ábyrgðin er fyrst og fremst á meðal stjórnmálamanna, þar sem reynsla annarra landa á svona viðskiptaháttum, áttu og gerðust reynslu boltar fyrir aðrar þjóðir, nema hér! Þessir víkingar eiga tvennt skilið og það er fangelsi ásamt góðri hráku frá öllum íslendingum. Því lengra sem þetta tefst, því skammarlegra verður þetta fyrir þjóðina þar sem þessir menn fá að ganga um götur með íslenskt vegabréf í jakkafötunum.
Ég tapaði ekki á þessu hruni, en ég vorkenni þeim sem eru við það að missa allt sitt.
svali 12.4.2010 kl. 17:50
Þetta er bara hálfur sanleikurinn, restin kemur ekki upp á yfirborðið. Því miður gerist ekkert eftir þessa skýrslu, sanni menn það verður engin dregin til ábyrgðar, þjófarnir leika lausum hala, og kaupa síðan upp hrægið aftur með stolnu fé og allt gleymt og glatað. Þjóðin situr uppi með aukna skatta, skuldasúpu og skerta þjónustu. Við höldum áfram að taka dýr lán til að borga niður skuldir þjófanna, ódýrt rafmagn fyrir auðjöfra og álbræðslu sem gefur okkur ekker á endanum annað en meiri skuldir. Það sem gæfi arðsemi, atvinnu og útflutningstekjur, verður litið niður á t.d. hitarækt, gagnaver og annan mannfrekan iðnað sem gæti verið vistvænni. Gáleysi er bara vækt til orða tekið, hrein og bein glæpastarfsemi í gangi. Geir á bara einhver einhver prosent í þessari glæpastarfsemi og nægir bara að nefna hylmingu yfir starfsloka samningi konu hans og hversvegna hún kom heim atvinnulaus með 130 millur i vasanum. Það þarf engin að sega mér að hann vissi ekkert, + allt hitt glæpahyskið. Og svo koma nýir hrægammar (lögfræingar, endurskoðendur, hagfræðingar og aðrir fræðingar útlærðir frá Hræsna(Há)skóla Íslans og hella salti í sárin með 25-30 þúsund á tímann. Og hverjir borga þær nótur, jú komandi kynslóðir. Og svo réði Samfylkingin nýtt fífl sem seðlabankastjóra sem gerir ekkert annað en rakka niður Íslensku krónuna að beiðni ESBfylkingarinnar í staðin fyrir að tala um virði hennar og gildi hennar. Að efla hana með sparsemi og vörnum í formi galdeyris kaupa og öðrum vörnum sem við átti í góðærinu. Meira gjaldtökur til eflingar eftirlitsstofnana með virkt vald til að stoppa þetta sukk og svínar.
Ingolf 12.4.2010 kl. 23:12
Mætum á völlinn og púum það er lágmarkskrafa frá okkur íslendingum til að sýna andúð okkar á stjórnvöldum fyrr og nú!
Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.