24.6.2010 | 02:00
Hvers konar glæpamenn sitja í ríkisstjórn?
Gylfi Magnússon segir að það sé óhugsandi að samningsvextir gildi á gengistryggðu lánunum um hver Hæstiréttur kvað upp þann dóm að væru með ólöglega verðtryggingu.
Það er sem sagt óhugsandi að fara eftir lögunum í landinu að mati efnahags- og viðskiptaráðherra! Má bara virða gerða samninga að vettugi.
Ég veit ekki hvaða kjara ráðherrann nýtur hjá lögregluyfirvöldum, en ég er viss um að ef ég lýsti því yfir að það væri óhugsandi að ég færi eftir lögum og brytist inn hjá fólki reglulega, eða rændi úr matvörubúðum, væri ég í grjótinu núna.
Ég er nokkuð viss um að það þýddi lítið fyrir mig að segja að fjárhagur minn leyfði ekki að ég færi eftir lögum um eignarétt. Ætli lögregluyfirvöld og dómstólar myndu taka þau rök gild? Þó það láti nokkuð nærri að svona sé statt um minn fjárhag.
En þetta kemst efnahags- og viðskiptaráðherra Íslands upp með.
Hvernig var það, voru ekki einhverjir að stinga upp á borgaralegum handtökum? Mér sýnist að viðskiptaráðherrann sé fyrstur í röðinni. Hann fer að geta kallast síbrotamaður á sviði fjárglæpa.
Fyrst reynir hann að ljúga hinni ólöglegu Icesave-skuld upp á almenning, núna er hann að fara fram á að fjármálastofnanir þurfi ekki að fara eftir lögum og megi stela af fólki! Til viðbótar við hinn hingað til löglega en siðlausa þjófnað, verðtrygginguna og okurvextina.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:05 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammala ther med samlikinguna a brotunum sen thu nefnir.
Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.