24.6.2010 | 18:42
Rannsóknin ætti að byrja á Gylfa sjálfum
Það er engum vafa undirorpið að hinar stjórnlausu spilltu lánastofnanir landsins brutu lögin vísvitandi með þessum lánum, enda lögðust Samtök banka og verðbréfafyrirtækja gegn frumvarpinu að lögum um vexti og verðtryggingu á þeim forsendum að ef það yrði samþykkt óbreytt, myndi það þýða að bannað yrði að lána gengistryggð lán.
Rannsókn á málinu er góð hugmynd, en sá sem er að leggja hana fram ætti a.m.k. að vera hluti af þeirri rannsókn og vel mætti byrja á honum sjálfum. Gylfi Magnússon hefur hvatt til að lög verði brotin til að tryggja framhald á þjófnaði bankanna á fjármunum lántakenda. Hann vill að ekki verði farið eftir samningslögum, sem segja að löglegir þættir samnings skuli vera virtir.
Það er hreint með ólíkindum að ráðherra sem hvetur opinberlega til lögbrota skuli vera sætt í embætti. Maður veltir því fyrir sér í hvernig landi slíkt geti gerst. Ég held að flestir lesendur viti svarið.
Gylfi er að ljúga, eins og ég hef bent á áður, þegar hann segir að 18. gr. laga nr. 38/2001 kveði á um að ef ákveðinn þáttur lánasamnings sé dæmdur ólöglegur skuli almennir vextir koma í staðinn.
Þegar orðalag 3., 4. og 18. gr. laganna er skoðuð (smellið á tengilinn hér rétt á undan) fer ekki á milli mála að verið er að tala um að almennir vextir skuli gilda um endurgreiðslu til lántakenda sem hafa greitt of mikið til lánastofnunar.
Skýrt er kveðið á um að skylda lántakanda til að greiða almenna vexti af lánasamningum sem brjóta gegn lögunum er aðeins fyrir hendi, ef vextir eru ekki skýrt tilgreindir í lánasamningi. Hinsvegar er vaxtaákvæðið alltaf skýrt og skilmerkilegt í lánasamningum gengistryggðu lánanna.
Vill rannsókn á gengislánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sterkur pistill, Theódór. Ég vil að Gylfi Magnússon víki núna strax. Hlýtur það ekki að vera okkar krafa að rannsókn verði gerð á þessum hættulega og óheiðarlega stjórnmálamanni? Hann fer með orð eins og þau væru rusl. Hann getur ekki sagt sagt og hann segir of mikið í andstöðu við hans fyrri orð.
Elle_, 25.6.2010 kl. 22:00
Hann getur ekki sagt satt.
Elle_, 25.6.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.