Fyrirliði Þjóðverja auðmýkir enska knattspyrnulandsliðið

Þjóðverjar eru ekki þekktir fyrir minnimáttarkennd, hvorki í knattspyrnunni né á öðrum sviðum. Í frétt á vefsíðu Vísis rassskellir Philipp Lahm fyrirliði þýska landsliðsins Englendinga og lætur þá sannarlega vita hvar þeir standa, eftir stórsigur Þjóðverja á þeim í 16 liða úrslitum HM. Þjóðverjinn vill meina að nú loks mæti þeir stórliði þegar þeir etja kappi við Argentínu á morgun í fjórðungsúrslitum.

Englendingar ollu vonbrigðum á þessu heimsmeistaramóti, með hugmyndasnauðum og bitlausum sóknarleik. Wayne Rooney og Stephen Gerrard, náðu sér engan veginn á strik. Því verður að segjast eins og er að fyrirliðinn hefur ýmislegt til síns máls.

En það gæti farið svo að auðmýking Philipps Lahm komi í andlitið á honum sjálfum á laugardaginn, líkt og ör sem skotið er upp í vindinn. Það kemur fram í annarri frétt á Vísi að Lionel Messi sé mikill aðdáandi Noel og Liam Gallagher í bresku hljómsveitinni Oasis og hlusti ekki á aðra tónlist fyrir leiki.

Hann ætli þeirra vegna að hefna ósigurs Englendinga gegn Þjóðverjum með því að vinna síðarnefnda liðið á laugardaginn. Gaman verður að sjá hvort besta knattspyrnumanni heims að margra mati takist ætlunarverkið og sýni hvað í honum býr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband