3.8.2010 | 02:29
Einelti á bloggsíðum
Deila Kristins Theódórssonar og Guðbergs Ísleifssonar (Grefilsins) heldur áfram nú þegar sá síðarnefndi hefur fengið að nota blogg sanns félaga í nauðum eftir að hafa orðið fyrir því að blogginu hans sjálfs var lokað. Þegar þetta er ritað eru fimm heitustu umræðubloggin um þetta leiðindamál. Báðir hafa eitthvað til síns máls. Deilan hófst í kjölfar umræðna um hvort trúleysi væri trú á bloggi Kristins. Umræðurnar áttu að vera á milli hans og Grefilsins og skyldu lúta ákveðnum reglum.
Umræðan byrjaði vel en fljótt fór að gæta óþolinmæði hjá báðum aðilum. Kristni fannst Grefillinn draga umræðuna á langinn og vera lengi að koma sér að efninu og Grefillinn taldi Kristin vera að brjóta reglurnar um umræðurnar sem þeir komu sér saman um í upphafi. Í stuttu máli lauk umræðunum með leiðinda skætingi og í kjölfarið skrifaði Grefillinn pistil þar sem hann réðist að Kristni með ljótum orðum sem ekki verða höfð eftir hér. Deilan hefur síðan haldið áfram á hinum ýmsu bloggum (sennilega hér líka seinna meir, vona þó ekki!)
En mig langar fyrst og fremst að fjalla almennt um einelti á blogginu, hvort það tíðkast í hve miklum mæli og til hvaða ráða er hægt grípa til að vinna bug á því. Bæði Kristinn og Grefillinn telja sig hafa orðið fyrir einelti hvor af hendi hins. Er ekki frá því að báðir hafi þeir rétt fyrir sér.
Það getur birst í mörgum myndum og þarf ekki endilega að felast í ljótum óbirtingarhæfum orðum eða uppnefnum. Einelti getur allt eins falist í því að margir taki sig saman og hæðist að ákveðnum notanda á bloggsíðum eða hópi manna. Orðin þurfa ekki endilega að vera ljót, svo dæmi sé tekið er hægt að níða aðra niður með oflofi, en oft er sagt að oflof sé háð. Einnig geta þeir sem beita einelti vitað af einhverri sérstöðu eða afstöðu sem fórnarlambið hefur og nýtt sér það til að gera lítið úr viðmælanda sínum, þrátt fyrir að þeir sem hafa ekki þessa sömu sérstöðu eða afstöðu myndu ekki taka slíku illa.
Síðan má spyrja hvenær er réttlætanlegt að kalla einelti því nafni. Er hægt að setja einhverja ákveðna staðla til að meta það eða er það undir hinu meinta fórnarlambi komið hvort um sé að ræða einelti? Ef ákveðinn einstaklingur telur sig hafa orðið fyrir einelti er hægt að fullyrða að hann HAFI orðið fyrir einelti? Sársaukaþröskuldur eða viðkvæmni er mjög einstaklingsbundið fyrirbæri. Það sem einn getur tekið sem góðlátlegu gríni upplifir annar sem grófa móðgun og aðför að sinni persónu.
Umfang eineltis og úrræði
Því miður sýnir þessi umtalaða deila sem er nú í gangi að einelti þrífst á netinu. Önnur dæmi hef ég orðið var við sem ég ætla ekki að nefna og er viss um að aðrir notendur bloggsíðna þekki enn fleiri tilfelli eineltis. Hvað er til ráða? Er ekki ágætt að hafa hina einföldu reglu skáldsins í huga, hvort sem um er að ræða samskipti á vefsíðum eða augliti til auglitis?
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.