Stjórnmálafræðingar sem þykjast vera annarskonar fræðingar.

Það hefur lengi tíðkast í þessu þjóðfélagi að stjórnmálafræðingar þykjast vera gildir álitsgjafar á sviðum sem snerta lítið þeirra eigin sérmenntun. Gott dæmi um þetta er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en þegar Sjálfstæðisflokkurinn réði hér öllu tróð hann sér jafnan fram sem sérfræðingur um jafn ólík svið stjórnmálafræðinni og hagfræði, lögfræði og jafnvel umhverfismál.

Mér sýnist Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor og sérfræðingur í Evrópufræðum vera á sömu leið. Hann var í Silfri Egils í gær og ákærur þingmannanefndar Atla Gíslasonar voru til umræðu. Hann þóttist þess umkominn að geta dæmt Landsdóm sem ónýtt tæki.

Erfitt var að átta sig á hvar hann stendur í þessu máli, en mér sýndist hann einna helst vera á þeirri línu eins og nokkrir aðrir, að setja á stofn einhverskonar sannleiksnefnd að suður-afrískri fyrirmynd. Sú nefnd myndi kalla stjórnmála- og embættismenn lengra aftur í tímann en lög um Landsdóm leyfa og beita þá einhverjum sálfræðihernaði til að fá þá til að segja að sér þyki þetta allt voða leitt sem þeir gerðu eða gerðu ekki. Hann nefndi Davíð Oddsson og Finn Ingólfsson í þessu sambandi, nöfn sem oft eru nefnd þegar rætt er um helstu hrunkvöðlana.

Nú ætla ég ekkert að leggja neinn dóm á ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm, enda er lögfræðin ekki mitt sérsvið. En þá sem telja hann vera ónýtan vil ég spyrja hvort við höfum nokkurn annan möguleika til að láta réttvísina ná fram að ganga, en þau lög sem eru í gildi? Hvort sem þau eru illa eða vel smíðuð? Eru meintir gallar við lagasetningu virkilega rök til að gera ekki neitt til að láta þá sem grunaðir eru um eitthvað refsivert svara til saka? Spyr sá sem ekki veit.

Síðan hef ég ákveðnar efasemdir um íslensk-suðurafríska sannleiksnefnd. Fyrirgefningin er mikilvæg en undanfari hennar er sönn iðrun. Við skulum athuga að þegar sannleiksnefndin var kölluð til í kjölfar aðskilnaðarstefnunnar höfðu blökkumenn í Suður-Afríku verið kúgaðir í mörg hundruð ár með vopnavaldi og ofbeldi af hvíta bresk-hollenska minnihlutanum. Þeir voru því veikari aðilinn og ekki víst að þeir hefðu haft stuðning til að fara í harðar refsiaðgerðir gagnvart kvölurum sínum.

Auk þess held ég að ef svona nefnd væri sett á laggirnar sem myndi fyrirfram gefa út þá yfirlýsingu að ekki væri ætlunin að gera neitt við þá sem játa á sig glæpi nema klappa þeim á kinnina myndu hinir forhertu spilltu afbrotamenn úr stjórnmála-, embættismannakerfinu og fjármálaheiminum einungis hlæja að slíkum söfnuði. Þeir myndu vita að þeir gætu bara logið einhverju í nefndina og verið þar með lausir allra mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband