Magnað lið

Enn sýnir íslenska handknattleikslandsliðið að árangur þeirra hingað til á þessu móti er engin tilviljun. Sem betur fer reyndist kusa ekki sannspá í þetta sinn (sjá síðustu færslu mína.)

Ég hef haft gaman af því að skoða markatölu Íslands í undanförnum keppnum og bera saman við markatöluna hjá öðrum þjóðum í fremstu röð í handboltanum.

Ísland er með markatöluna 157:119 þegar öllum leikjum í riðlinum okkar er lokið. Danir frændur okkar eru með markatöluna 148:88, en eru nú að leika síðasta leikinn í sínum riðli, þannig að þeir fara eflaust upp í 170 mörk. Þannig að þeir eru greinilega með gott sóknarlið og varnarleikurinn er góður hjá þeim, því þeir munu líklega fá á sig færri mörk en okkar menn, að lokinni riðlakeppninni.

Frakkar eru með markatöluna 131:78 og eiga eftir að mæta Spánverjum þannig að líklega verða þeir með færri skoruð mörk en Ísland. Hinsvegar er vörnin hjá þeim líka gríðarlega sterk eins og talan yfir mörk sem þeir fá á sig gefur til kynna. Þjóðverjar eru með markatöluna 151:125 og hafa lokið riðlakeppninni.

Þannig að samkvæmt tölfræðinni eru okkar menn með allavega þriðja besta sóknarleikinn og útlitið bjart fyrir átökin í milliriðlinum.

Til að gæta allrar sanngirni verður að taka það fram að ekki er víst að framangreindar tölur gefi rétta mynd af liðunum. Riðlarnir eru hugsanlega misjafnlega sterkir. Manni finnst að riðill með Frakklandi, Spáni og Þýskalandi hljóti að vera gríðarlega erfiður. Eins er ég ekki frá því að Danir hafi verið í frekar erfiðum riðli. Í okkar riðli var ekkert annað lið en okkar menn, sem hafa leikið um verðlaunasæti á stórmótum undanfarin ár og að mér sýnist eini riðillinn sem svo er ástatt um. Þannig að ekkert er hægt að gefa sér.


mbl.is Norðmenn kjöldregnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband