Var ekki innistæða fyrir væntingunum?

Ég var að gæla við þá hugsun í síðustu færslu að ástæðan fyrir góðu gengi Íslands á þessu heimsmeistaramóti, væri að okkar undanriðill hafi ekki verið eins sterkur og hinir þrír. Þessi úrslit í kvöld virðast styrkja þann grun. Það segir sig sjáft að undanriðill með þremur síðustu heimsmeisturum hlýtur að vera mjög sterkur.

Það er vitað mál að því lengra sem komist er á stórmóti í knattíþróttum því erfiðari verða mótherjarnir. Í þessum fyrsta leik í milliriðli keyrðu okkar menn á vegg. Þeir náðu ekki að skora í tólf mínútur og það er ávísun á tap þegar keppt er á móti jafn sterku liði og Þjóðverjum.

Kannski var ekki innistæða fyrir væntingum okkar um að Ísland kæmist á verðlaunapall. Hinsvegar mega íslensku leikmennirnir eiga það að þeir börðust allan leikinn og töpuðu með sæmd.


mbl.is Fyrsta tap Íslands á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband