28.1.2011 | 21:21
Vantar hinn eftirsótta stöðugleika
Í hvaða búð fæst hann? Ég veit það ekki og íslenska handboltalandsliðið ekki heldur, greinilega. Þeir byrjuðu þetta mót vel, unnu alla leikina í undanriðlinum og töpuðu síðan öllum leikjunum sem eftir voru. Okkar menn börðust vel í lok þessa leiks, en gerðu þau mistök eins og svo oft áður að missa mótherja sína of langt frá sér. Það kostar alltaf mikla orku.
Króatar voru í svipaðri stöðu og við, búist var við meira af þeim en þeir sýndu og ef eitthvað er hafa þeir sterkari mannskap en íslenska liðið. Að vísu má segja það okkar mönnum til varnar að nokkra lykilmenn vantaði í vörnina og einhverjir aðrir leikmenn voru tæpir vegna meiðsla.
Nú er bara að byggja upp og gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að auka breiddina fyrir þau átök sem framundan eru, undankeppni Ólympíuleikanna í London á næsta ári. Vegna tapsins í kvöld lendir íslenska liðið hinsvegar í erfiðari riðli en ef þeir hefðu náð fimmta sætinu í kvöld. Það er því hætta á því að Guðmundur muni ef eitthvað er þrengja hópinn sem hann treystir á fyrir undankeppni ÓL, því við höfum ekki efni á að tapa mörgum stigum í þeirri baráttu.
Eins marks sigur Króata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.