Knattspyrnuhetjur og pilsfaldakapítalistar

DV greinir frá því að nokkrir okkar ástsælustu knattspyrnukappa fyrr og síðar, feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og Guðni Bergsson hafi komið 1,6 milljarða króna skuld sinni yfir á Kópavogsbæ.

Skuldin er tilkomin vegna tapreksturs einkahlutafélagsins Knattspyrnuakademíunnar ehf sem var í eigu þeirra og Loga Ólafssonar fyrrum landsliðsþjálfara. Starfsemi félagsins fólst í að reisa íþróttamannvirki (væntanlega er knattspyrnuhöllin Kórinn í Kópavogi þar á meðal) og leigja þau Kópavogsbæ.

Sjálfsagt hefur ekki verið ætlunin hjá þeim félögunum að standa fyrir einhverju misjöfnu, en við efnahagshrunið og tilheyrandi fall krónunnar hafa eflaust allar rekstraráætlanir þeirra farið til fjandans.

Auðvitað er ámælisvert að knattspyrnuhetjurnar skuli velta sínum skuldavanda á herðar útsvarsgreiðenda í Kópavogi, þó þessar tölur séu smáræði miðað við byrðarnar sem hinir stóru gerendur hrunsins komu á almenning.

Það er samt enn alvarlegra að Kópavogsbær skuli hafa gert í buxurnar í þessu máli með því að taka á sig fyrir hönd Kópavogsbúa nær tveggja milljarða skuldahala, meðan Guðjohnsenarnir, Ásgeir Sigurvinsson og þeir hinir komast burt frá þessu með allt sitt á þurru, væntanlega vel stæðir allir saman. Að vísu á Eiður að hafa tapað 130 milljóna láni til félagsins, en reikna má með að það sé aðeins lítill hluti af auðæfum þessa fyrrum besta atvinnumanns Íslands í knattspyrnu.

Líklega eru þessir peningar að stærstum hluta tapaðar kröfur, en enn og aftur kemur hið opinbera með pilsfaldinn og leyfir stóru körlunum að skríða undir þegar harðnar á dalnum. Ef þetta hefði farið í gjaldþrot hefðu skuldirnar allavega ekki lent á útsvarsgreiðendum. Landsbankinn hefði þá leyst til sín eignina og reynt að finna nýja rekstraraðila.

Selt að endingu íþróttamannvirkin upp í skuldir. Nú ef það hefði ekki tekist að finna kaupendur sýnir það þá ekki bara að það er óarðbær rekstur, að byggja íþróttahús og leigja þau til sveitarfélagsins? En eflaust skiptir arðbærni engu máli þegar endalaust er hægt að velta kostnaðinum af illa reknum fyrirtækjum yfir á herðar almennings.

Sökin í þessu máli er fyrst og fremst stjórnmálamannanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 104916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband