Álagning ríkisins á eldsneyti glæpsamleg

Án þess að ég ætli að gera lítið úr álagningu og samráðsglæpum olíufélaganna, sem hafa verið í lögreglurannsókn af þeim sökum, er ríkið ekki barnanna best þegar kemur að íþyngjandi álögum á eldsneytisnotkun landsmanna.

Bensíngjald að viðbættu vörugjaldi er meira en 60 krónur á lítrann af bensíni og olíugjald á díselolíu 52 krónur á hvern lítra. Skattlagningin er þannig á bilinu 20-25% á hvern eldsneytislítra á heimilisbifreiðina. Síðan kemur virðisaukaskattur ofan á allt saman og við það fer álagning ríkisins á notkn heimilisbílsins yfir 50%.

Hvernig er það, þykir hinum skattaglöðu stjórnmálamönnum okkar sjálfsagt mál að leggja skatta ofan á skatta? Er eðlilegt að við sættum okkur við þetta? Án þess að ég sé að hrósa versluninni fyrir hóflega álagningu veit ég ekki um einn einasta aðila í þjónustu eða verslun sem leggur á sína eigin álagningu. Það gerir hinsvegar ríkið.

Vitanlega þarf ríkið að fá fjármagn frá skattborgurum til að standa undir samneyslunni, en þessar óhóflegu álögur eru til þess eins að drepa niður efnahagslífið. Sérstaklega ferðaþjónustuna, sem er sögð eiga að standa undir velmegun okkar í framtíðinni.

Ef ég man rétt átti hún m.a.s. að borga Icesave baggann að mestu leyti ein síns líðs. Þann bagga reyndu stjórnvöld að nauðga yfir okkur með hótunum og falsi, en þjóðin hafði manndóm til að standa af sér þá atlögu.


mbl.is Eldsneyti verði lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband