Álagningin á minniskortin er rán um hábjartan dag

Það er ekki nýtt að verslunin hér á landi okri svo mikið að það jaðrar við að vera glæpastarfsemi, en ég hef sérstaklega tekið eftir þessu með minniskortin þar sem ég skipti fyrir stuttu síðan gömlu myndavélinni minni fyrir nýja og fullkomnari.

Ég tek mikið af háskerpu (HD) myndböndum og hef séð að þau hökta stundum í spilun. Eftir smá rannsóknarvinnu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að líklega er minniskortið sem fylgdi með vélinni af lakari tegundinni. Kortið er það sem er kallað Standard definition, SD, en til að taka upp myndbönd í HD eða High Definition upplausn, 1280x720, þarf maður víst minniskort af gerðinni SDHC, sem tekur upp á meiri hraða.

Eins og fram kemur í fréttinni (litlu myndinni) er verðið á ákveðinni tegund minniskorts í myndavélar og farsíma þrefalt hærri hjá Beco en á vefsíðunni bhphotovideo.com.

Þetta er ekki svæsnasta dæmið, því Sandisk minniskort sem ég var að spá í, kostar 16 pund á Amazon, en lægsta verð sem ég hef fundið það á hér á landi, er í kringum 13.000 kr. Við erum að tala um fjórfalt verðið á Amazon. Menn sem standa fyrir svona okri eiga hvergi annars staðar að eiga lögheimili en á Litla-Hrauni.

Verst að Amazon sendir ekki raftæki til Íslands, þannig að ég ætla að bíða með að uppfæra minniskortið í myndavélinni minni þar til ég á næst erindi út fyrir landsteinana. Þangað til sætti ég mig frekar við skrykkjótt myndbönd en að kaupa minniskort á þreföldu kostnaðarverði.

Að vísu þætti mér gaman að vita hvað álagning ríkisins í formi tolla og hæsta virðisaukaskatts í heiminum hefur að segja í þessu máli. Eins og allir vita eru engir tollar á milli ESB-landanna, þó það gegni öðru máli um innfluttar vörur frá láglaunalöndum eins og Kína, Indlandi og Tævan, þangað sem flest stórfyrirtækin á rafvörumarkaðnum hafa séð sér hag í að flytja framleiðslu sína.


mbl.is Vel smurt á tölvuleiki, myndavélar, minniskort og myndavélalinsur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband