Gerir góða mynd enn áhugaverðari

Ég segi góða mynd þó ekki sé enn búið að framleiða hana, því það má nánast ganga út frá því sem vísu að mynd frá þessum leikstjóra verði góð. Ridley Scott er að sjálfsögðu þekktastur fyrir hrollvekjuna Alien, sem gaf af sér þrjár framhaldsmyndir og tvær myndir sem byggðu á ófreskjunum úr Alien myndunum, þ.e. Alien vs Predator I og II. Alien er að margra mati ein besta hryllingsmynd allra tíma.

Miklar vangaveltur hafa verið um hvernig söguþráðurinn í Promotheus verði, en upphaflega var gert ráð fyrir að myndin yrði nokkurs konar forveri (prequel) að Alien. Síðan var horfið frá þeirri hugmynd, en sagt er að Promotheus muni að einhverju leyti byggja á hugmyndum úr Alien. Við munum sennilega ekki fá að sjá ófreskjur utan úr geimnum brjótast út úr mannslíkömum, enda hefur slíku verið gerð ágætis skil í Alien myndunum fjórum. Þó er sagt að ýmislegt í myndinni verði kunnuglegt Alien-aðdáendum.

Ég bíð allavega spenntur eftir næstu afurð Ridleys Scott og enn spenntari þegar nokkuð ljóst * er að það muni bregða fyrir íslenskri náttúru í myndinni.

 

* Ég segi nokkuð ljóst því stundum kemur fyrir að atriði sem eru tekin upp vegna kvikmyndar eru klippt út úr endanlegu útgáfunni. Við skulum vona að svo verði þó ekki í þessu tilfelli.


mbl.is Ridley Scott gerir mynd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband