Sýnir hvað það er mikið til af vitleysingum

Guð hlýtur að elska vitleysinga, fyrst það er til svona mikið af þeim. Man ekki hvar ég heyrði þetta orðatiltæki fyrst, en finnst það eiga vel við í þessu máli. Vil benda á að ef Hollendingurinn (f)ljúgandi er ekki að ljúga því að hann hafi átt inni á Icesave-reikning, er hann að öllum líkindum búinn að fá töpuðu innistæðurnar greiddar.

Hollensk og bresk yfirvöld ákváðu að bæta löndum sínum innistæðurnar úr tryggingarsjóðum sínum. Þess vegna lýstu þau yfir efnahagslegu stríði á hendur íslenska ríkinu og þess vegna voru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands aðilar að Icesave málinu fyrir hönd tryggingarsjóða landanna.

Þess vegna skil ég ekki hvernig manninum datt í hug að koma með þessa mótbáru. Eina skýringin er að hann hafi verið að ljúga og/eða upphafssetning þessarar færslu á við hann.

Ef hinsvegar íslenska lögreglan hefði ákveðið að beita sömu aðferðum við að innheimta sektina og  ríkisstjórnir Bretlands og Hollands gerðu í Icesave málinu, hefði Hollendingurinn með þunga bensínfótinn þurft að þola margfalt verri meðferð. Hún hefði þá falist í einhverri af eftirfarandi leiðum, eða samblandi af þeim öllum.

  1. Hótað hefði verið að gera afkomendur eða ættingja Hollendingsins gjaldþrota eða skemma fyrir þeim efnahagslega á einhvern hátt. Þannig hótanir hefur Ísland fengið frá m.a. hollenskum þingmönnum og ráðherrum, þeir hótuðu því að leggja stein í götu umsóknar Íslands að ESB. Ef mig misminnir ekki hafa þeir nefnt frekari viðskiptaþvinganir vegna Icesave.
  2. Ráðist hefði verið á fyrsta Hollendinginn sem lögreglan hefði vitað að ætti pening og hann rændur eigum sínum og því lýst yfir að hann fengi þær ekki aftur fyrr en hinn Hollendingurinn gerði upp sektina. Þetta er í raun það sem breska ríkisstjórnin gerði með því að setja frysta eigur m.a. Kaupþings í skjóli hryðjuverkalaga, vegna meintrar skuldar annars banka, Landsbankans.
  3. Krafist hefði verið að Hollendingurinn borgaði sektina með framtíðartekjum barnanna sinna, eða ellilífeyri ömmu hans. Holland og Bretland kröfðust þess að ríkissjóður Íslands borgaði Icesave, með peningum sem ella hefðu farið í að reka elliheimili eða fjármagna rekstur grunnskóla Íslands. Þeir sem eru nú á barnsaldri eða unglingar hefðu þá lent í að greiða Icesave með framtíðarskattgreiðslum sínum.

Maðurinn má kannski þakka fyrir hve mildilega var tekið á umferðarlagabroti hans.


mbl.is Vildi ekki borga út af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband