Átti ekki að biðjast afsökunar

Það var allt rétt sem Páll Óskar sagði um Grétu Salóme og ég skil ekki af hverju hann gugnar. Sennilega hefur hann verið neyddur til að biðjast afsökunar, af einhverju almannatengslafólki.

Ég sé ekkert í viðtalinu við Grétu S. sem ógildir það sem hún sagði um að ekki ætti að blanda saman Eurovision og mannréttindum. Aðeins yfirborðskennd rulla um að mannréttindi varði okkur öll.

Munurinn á "okkur öllum" (hvað sem það merkir) og hinni sænsku Loreen, er að Loreen opnaði munninn meðan Gréta og aðrir keppendur þögðu. Það þýðir ekki að afsaka sig með því að skipuleggjendur keppninnar hafi sagt keppendum að hafa ekki afskipti af mótmælendunum fyrir utan Eurovision höllina.

Það er greinilega ekki nóg fyrir harðstjórnina í Azerbajdan að kefla fyrir munninn á sínum eigin borgurum - þeir ætla líka að ráðskast með útlendinga og banna þeim að tjá sig. Þeir hafa ekkert leyfi til þess, frekar en aðrir kúgarar mannkynssögunnar.

Afsökunarbeiðni Páls Óskars er því ekki rétt og bendir til að hann hafi gugnað á einarðri afstöðu sinni. Það lýsir ekki sterkum persónuleika.


mbl.is Biður Gretu Salóme afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband