Men In Black III - 3D fyrir hlé. 2D eftir hlé

Fór á Men In Black 3 í þrívídd í Háskólabíói í kvöld. Framan af var myndin ágæt - ekkert rosalega góð miðað við allt auglýsingaskrumið í kringum hana - en nokkur atriði skemmtileg og komu vel út í þrívídd. Þar sem ég hafði séð sýnishorn úr myndinni vissi ég að agent J stökk fram af háhýsi í einu atriðinu og var reyndar mjög kvíðinn fyrir því. Þar sem þrívíddartæknin eykur verulega á upplifunina að maður sé á staðnum, óttaðist ég að ég myndi fá fyrir hjartað af stökkatriðinu. Hjartslátturinn varð vissulega nokkuð ör, en ég jafnaði mig fljótt.

Hinsvegar varð ég fyrir miklum vonbrigðum eftir hlé. Ekki með myndina sjálfa, en aðallega vegna þess að ég sá ekki betur en að myndin var ekkert í þrívídd. Þegar myndinni lauk spurði ég konuna fyrir aftan hvort hún hefði tekið eftir að myndin var ekki í þrívídd eftir hlé. Hún var ekki frá því að það væri rétt. Þar sem það er alltaf betra fyrir tvo að kvarta en einn, spurði ég konuna hvort hún væri til í að koma með mér að tala við starfsmanninn.

Hvort sem hún var svona ánægð með myndina þrátt fyrir að þriðju víddina vantaði, eða hana skorti kjark, var ég sá eini sem kvartaði. En þeir fiska sem róa. Starfsmaðurinn taldi sér ekki fært að þræta fyrir að myndin hafi ekki verið í þrívídd og gaf mér boðsmiða. Ég hef beðið spenntur eftir Prometheus og því kemur sér vel að eiga boðsmiða. Er að vísu að lesa að hún fær misgóða dóma, sumir eru hundóánægðir með hana. En það verður vissulega minni skaði fyrst ég fæ að sjá hana ókeypis.

Að lokum, þá er samt eitt sem angrar mig. Hefði verið rétt af Háskólabíó að bjóða öllum boðsmiða sem voru á myndinni? Þeir voru ekki margir þannig að það hefði ekki sett bíóið á hausinn. Eða var boðsmiðinn sanngjörn laun fyrir það að hafa kjark til koma með athugasemdir um það sem ég taldi vera gallaða vöru? Það er ekki gott að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband