Kosningabaráttan harðnar

Kosningabaráttan vegna kosninganna 31. mars nk. um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík verður harðari og harðari. Annars vegar er áhugafólk um náttúrvernd, sem hafa fundið sér farveg í samtökunum Sól í Straumi (http://www.solistraumi.org/) og hinsvegar álrisinn Alcan, sem er fjölþjóðlegt fyrirtæki sem rekur álver út um allan heim.

Náttúruverndarsinnar hafa reynt að koma sínum boðskap til skila í sjónvarpi og á heimasíðu Sólar í Straumi, eftir því sem tök hafa verið á. Fjölþjóðafyrirtækið Alcan hefur lagt undir sig heilsíður í dagblöðum, auglýsir á Morgunblaðsvefnum og fær jafnvel starfsmenn sína til að hringja út í vini og kunningja sína.

Þeir hafa m.a.s lagst svo lágt að safna upplýsingum um afstöðu þeirra sem hringt er í og eru þar með að öllum líkindum að brjóta gróflega lög um persónuvernd. Forstjóri Alcan á Íslandi, Hrannar Már Pétursson, afsakar sig með því að stjórnmálaflokkar geri þetta sama. Eftir því sem ég veit hafa stjórnmálaflokkar einungis haft samband við flokksmenn sína til að hvetja þá til að nýta atkvæði sitt. Yfirleitt er ekki verið að hringja í vini og kunningja flokksmanna. Þessi samanburður Hrannars við stjórnmálaflokkanna í þessu samhengi er því fáránlegur.

Það er við ramman reip að draga fyrir þá sem vilja vernda náttúruna og koma í veg fyrir að Hafnarfjörður verði sóðalegur verksmiðjubær, þar sem álrisinn hefur nánast ótakmarkaða sjóði til að fjármagna áróður sinn, auk þess sem þeir hafa fengið Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins í lið með sér, auk fleiri hagsmunaaðila í iðnaði. Það er ekki auðvelt að eiga við svona aðila, sem virðast þar að auki tilbúnir að beita hræðslu- og hótanaáróðri til að fá sitt fram.

Ég hvet því alla Hafnfirðinga og velunnara Hafnarfjarðarbæjar að mæta á Thórsplan annað kvöld, þar sem Sól Í Straumi mun standa fyrir baráttufundi. Sjá nánar á heimasíðu samtakanna, http://www.solistraumi.org/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband