25.3.2007 | 01:04
Velheppnaður baráttufundur Sólar í Straumi
Vel heppnaður baráttufundur samtakanna Sólar í Straumi var haldinn í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í kvöld. Til stóð að hafa fundinn á Thórsplani, en vegna veðurs varð að færa hann í íþróttahúsið í Strandgötu.
Tónlistarfólk lék fyrir gesti fundarins, á milli þess sem nokkrir þjóðþekktir einstaklingar héldu ræður. Guðríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri Grænna hélt fyrstu ræðuna. Hún vakti athygli á því að fjölþjóðafyrirtæki væri á góðri leið með að kljúfa þjóðina upp í andstæðar fylkingar, vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík.
Næstur sté Jón Baldvin Hannibalsson í pontu. Hann hefur engu gleymt karlinn, þrátt fyrir langa fjarveru frá stjórnmálum. Hann benti á þá óþægilegu staðreynd, að ef áform ríkisstjórnarinnar um 6 álver ná fram að ganga, þá er búið að selja orkuauðlindir landsins til erlendra og innlendra auðkýfinga um aldur og ævi. Vill einhver lifa með það á samviskunni?
Þar að auki sagði Jón Baldvin efnislega, að ef meirihluti Hafnfirðinga segði nei við stækkun álversins í kosningunum 31. mars, væri það ekki einungis stórfrétt hér á landi, heldur um allan heim. Hafnarfjörður myndi komast í heimsfréttirnar, sem lítill bær á Íslandi, sem stóð upp í hárinu á risastóru fjölþjóðafyrirtæki, sem hefur gríðarlega völd og áhrif um allan heim vegna stærðar sinnar.
Þetta er því einstætt tækifæri, sem Hafnfirðingar mega ekki láta framhjá sér fara, að senda fjölþjóðafyrirtæki, sem er þekkt fyrir að virða að vettugi vilja fólksins í þeim löndum sem það hefur starfsemi, þau skilaboð að hér er fólk sem lætur ekki auðhring beygja sig og vill haga sínu lífi í sátt við náttúru lands síns. Það krefst hugrekkis, en gæti orðið mörgum til eftirbreytni.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.