Fádæma hroki þýsku sendinefndarinnar hjá SÞ

Á fundi Sameinuðu þjóðanna í septembermánuði 2018, ávarpaði Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti allsherjar(ó)ráð Sameinuðu þjóðanna. Hann réðist harkalega á OPEC olíuríkin og sakaði þau um að arðræna allan heiminn með því að okra á olíunni sem þau flytja út og valda þannig fátækt og hörmungum, sem fífl allra landa kenna síðan Vesturlöndum um (mín orð, ekki hans.)

Hann lagði áherslu á mikilvægi hverrar þjóðar að vera sem mest sjálfri sér næg í orkumálum. Í ljósi þess beindi hann síðan orðum sínum að Þýskalandi og sagði, í lauslegri þýðingu minni:

 

Þýskaland mun verða algjörlega háð Rússlandi um orkuþarfir sínar, ef landið breytir ekki um stefnu á stundinni.

 

 

Hér má sjá myndbandið, en áminning hans til Þýskalands byrjar þegar u.þ.b. 21 og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Þó hvet ég alla til að horfa á myndbandið í heild sinni, því ræðan er stórgóð og á svo sannarlega erindi til okkar í dag, í ljósi hörmunganna í Úkraínu.

 

Þegar hann mælir þessi orð, má sjá fulltrúa þýsku sendinefndarinnar sýna fádæma hroka og hlægja að honum. Mikil er skömm þessara manna núna, í ljósi fjöldamorða rússneska hersins á varnarlausum borgurum í Úkraínu, oft gamalmennum, konum og börnum. Ef þeir eru ennþá hlæjandi er a.m.k. ljóst að þeir hafa mjög brenglað skopskyn.

 

hroki

Sendinefnd Þýskalands skemmtir sér vel undir skammarræðu Trumps í þeirra garð. Skemmta þeir sér eins vel núna, hjálparlausir í gas- og oliu-

hálstaki Pútíns, sem þeir komu sér í þrátt fyrir viðvaranir um að gera það ekki?

 

Hvers vegna er ég að rifja þennan tæplega þriggja ára atburð upp núna? Jú, vegna þess að Þýskaland breytti ekki um stefnu og hélt fast við áform sín um Nord Stream 2, neyðist Þýskaland og megnið af Evrópu til að horfa hjálparlaus upp á rússneska herinn stráfella almenna borgara.

Það er erfitt að rífa kjaft núna og húsbóndinn í Kreml hlær enn sem komið er að allri gagnrýni Vesturlanda á sig og stefnu sína. Ef gagnrýnin fer að fara í taugarnar á honum, mun hann bara skrúfa fyrir gasið og olíuna, frysta almenning í Evrópu í hel og a.m.k. hægja verulega á hjólum atvinnulífsins, sem snúast ekki sérlega hratt án jarðefnaeldsneytis.

Ég vona sannarlega að þessi fyrrum ráðgjafi Pútíns hafi rétt fyrir sér og ég rangt fyrir mér og skal með ánægju fara í tvær lopapeysur í staðinn fyrir að hækka á ofnunum, ef það stuðlar að því að koma einræðisherranum í Moskvu á hnén og helst fram fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag.

 


mbl.is Viðskiptabann lausnin að sögn fyrrum ráðgjafa Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband