Bannað að taka með sér popp og sælgæti í bíó

Best að blogga um eitthvað annað en hryðjuverkaárás rússneska hersins í Úkraínu, ágætt að dreifa huganum að einhverju jákvæðu, eða a.m.k. ekki eins neikvæðu og voðaverk Pútíns og undirsáta hans við Svartahafið eru.

Nú hefur Filmstaden, stærsta bíókeðjan að ég held í Svíþjóð, bannað bíógestum að hafa með sér sælgæti, poppkorn og drykki, nema þessar vörur séu keyptar í sjoppunum sem bíóin reka.

Ég skil að bíóin eru ekki að halda úti sjoppu með tilheyrandi launakostnaði nema einhverjir kaupi vörurnar þar, en ég fór að reikna hvað þetta kemur til með að kosta foreldra með tvö börn sem vilja fara í bíó með alla fjölskylduna.

Reiknaði út að einungis aðgangsmiðarnir kosta um 500 sænskar krónur. Það er erfitt að neita krakkagreyjunum um smá sælgæti eða popp og kók og oft vilja foreldrarnir sjálfir fá eitthvað að japla á.

Fréttamaður SVT fór inn í söluturn rétt hjá einu bíóinu og sagði að einn poppkornspoki þar kosti 15 krónur. Algent verð á poppi í bíósjoppunum er þrefalt miðað við söluturnana eða litlar matvörubúðir í stíl við 10-11 búðirnar íslensku, að sögn fréttamannsins.

Þá erum við sjálfsagt ekki að tala um minna en 50 krónur fyrir popp og kók og meira ef keypt er bland í poka eða eitthvað slíkt. Við erum að tala um ekki minna en 200 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu og svo bætist miðaverðið við allt saman.

Sem sagt bíóferð fyrir vísitölufjölskylduna kostar um 700 sænskar krónur, eða 9.500 íslenskar á núverandi gengi! Nú þekki ég ekki verðlagið á Íslandi, en er ekki orðið nokkuð dýrt að bjóða börnunum í bíó? A.m.k. í Svíþjóð og mig grunar að ekki sé það ódýrara á Íslandi.

Frétt um málið (á sænsku, auðvitað!)

https://www.svt.se/kultur/filmstaden-forbjuder-medhavt-godis-pa-bio


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband