15.5.2022 | 19:24
Viltu ekki að nágrannar þínir hervæðist? Hættu þá að ógna þeim.
Vanvitar og óvitar hér á blogginu og víðar, hafa haldið því fram að ástæðan fyrir hryðjuverkaárás Rússlands á Úkraínu, sé að lönd langt í burtu frá Úkraínu séu með sterkan her. Það væri of langt mál að ræða þá ranghugmynd í sjálfu sér, en skoðum Finnland og Svíþjóð aðeins, hvað varðar samskipti við Rússland.
Þessi lönd ætluðu sér ekkert að ganga í NATO og viðhalda svokölluðu hlutleysi sínu. Síðan réðist Rússland inn í Úkraínu, er búið að leggja landið í rúst og er beint og óbeint að hóta því að ráðast inn í fleiri lönd.
Gagnvart hverjum þarf að vígvæðast? Þeim sem eru með sterkan her til að verja sig? Þeim sem eru með sterkan her og nota hann til að ráðast inn í löndin í kringum sig? Svarið er augljóst.
Rússland hefur verið með yfirgangssemi gagnvart nágrannalöndum sínum í mörg ár. NATO hefur einungis verið í varnarstöðu í Evrópu. Ef Rússland ætlar sér ekki að vera með útþenslustefnu áfram, hafa þeir ekkert að óttast frá Vesturlöndum jafnvel þó þau vígvæðist.
Ef Rússland hinsvegar ætlar sér að leggja undir sig alla Evrópu, fyrst fyrrum Sovétríkin og síðan vaða áfram í vesturátt, þá þurfa þeir að sjálfsögðu að óttast sterka heri í V-Evrópu. Skyldi það vera ástæðan fyrir ókyrrð yfirgangsseggsins í Kreml að honum er nú settur stóllinn fyrir dyrnar í yfirgangssemi sinni og kúgun?
![]() |
Finnar munu sækja um aðild að NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.