Gat nú ekki annað en hlegið að þessu

Kostulegt, snilld hjá Búlgaríu, Makedóníu og Svartfjallalandi að niðurlægja utanríkisráðherrann með því að banna honum að fara í gegnum lofthelgi þeirra. Þar kom svo sannarlega vel á vondan. Harðstjórar og brjálæðingar eiga ekki að komast upp með að leggja líf heillrar þjóðar í rúst.

Í annarri frétt grenjar Lavrov yfir því að réttur þjóðar til að reka eigin utanríkisstefnu hafi verið tekinn í burtu. Halló, jörð kallar Lavrov! Þú ert búinn að rústa innviðum Úkraínu og reka fjórðung þjóðarinnar á vergang af þeirri einu ástæðu að þú vildir að utanríkisstefna landsins yrði eingöngu ákveðin í Kreml!

Síðan dirfist hann að saka aðra um að meina Rússlandi að reka eigin utanríkisstefnu. Haltu þér bara í Kreml og haltu kjafti, Lavrov siðrof. Stríðsglæpamaðurinn er svo fullur af eigin lofti, að hann skilur ekki að ástæðan fyrir því að honum er ekki leyft að rjúfa lofthelgi annarra landa, er að viðkomandi þjóðir eru að mótmæla stríðsglæpum hans og yfirgangi gagnvart nágrannaríki.


mbl.is Lofthelgi lokað fyrir Lavrov
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband