Haldnir hvalalosta?

Það þarf að fara að stoppa þessa brjálæðinga á vegum Kristjáns Loftssonar, beitandi fréttamenn ofbeldi. Fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í heiminum á nógu mikið í vök að verjast, af völdum hryðjuverkasveita Pútíns og þeim síbrotamönnum í mannréttindamálum eins og Kína, Íran og fleiri ríkjum í ruslflokki hvað varðar lífskjör og mannréttindi, sem fylgja þeim.

Talandi um Íran, þá var brjálæðingur á þeirra vegum nú nýlega nánast búinn að drepa rithöfundinn Salman Rushdie, fyrir að segja sannleikann um Íslam og ekki einu sinni allan sannleikann. Sá maður hefur þurft að óttast um líf sitt í næstum 35 ár og ekki einu sinni víst að hann lifi þessa morðtilraun af.

Þess má geta að æjatollarnir í Íran fögnuðu auðvitað morðtilrauninni og lofsungu hryðjuverkamanninn sem hetju. Ótrúlegt að sú staðreynd hafi ekki vakið meiri athygli, eins og Jón Magnússon rekur ágætlega á sinni bloggsíðu.

Aftur að Hval hf., nú ætla ég ekki að kenna Kristjáni Loftssyni um að starfsmenn hans séu snarbrjálaðir ofbeldisseggir, en hann virðist þó taka afstöðu með þeim. Talar um það í annarri frétt að þeir hafi þurft að leggja hald á drónann (stela honum) til að hafa einhver sönnungargögn.

Sönnungargögn um hvað? Eru ekki sönnunargögnin gegn þeim það sem þeir þurfa að hafa mestar áhyggjur af? Mér sýnist enginn vafi liggja á hver er sekur í þessu máli. Líkamsárás á fréttamenn og þjófnaður á myndatökugræjum.

Glæsileg landkynning þetta, ríkissjónvarp Sviss ætlar að fjalla um Ísland, en þurfa hreinlega að óttast um líf sitt og limi og mega þakka fyrir að komast óskaddaðir úr landi.


mbl.is „Níu ógnandi starfsmenn Hvals“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband