Ríkissjónvarpið rífur niður eigin tilverugrundvöll

Í þessari frétt á Vísi kemur fram að Kastljós, fréttatengdur þáttur á ríkisreknu sjónvarpsstöðinni, reynir að koma í veg fyrir að viðmælendur sínir komi fram á öðrum sjónvarpsstöðvum. Þeir gera það til þess að koma í veg fyrir að fólk horfi á aðrar sjónvarpsstöðvar en risann á ríkisspenanum.

Þetta gengur bara ekki lengur. Ríkisrekin sjónvarpsstöð, sem étur upp fé úr ríkissjóði, misnotar aðstöðu sína til að útrýma samkeppnisaðilum sínum.

Það er kominn tími til að leggja þetta bákn niður. Það á ekki að vera að sóa almannafé í að að búa til þriðja flokks skemmtiþætti, eða kaupa ruslþætti frá útlöndum, sem enginn nennir að horfa á. Einkastöðvar, sem þurfa að standa á eigin fótum og geta ekki legið eins og blóðsugur á þjóðinni og étið upp afrakstur hennar, eru fullfærar um að sýna svoleiðis rusl.

Það er ljóst að það er mjög erfitt að reka sjónvarpsstöð á Íslandi vegna fámennis þjóðarinnar. Þess vegna skýtur skökku við að hér sé rekin opinber sjónvarpsstöð, sem misnotar almannafé til að ræna frjálsu stöðvarnar aðaltekjulind sinni, auglýsingatekjum.

Meðan RÚV er að keppa við aðrar stöðvar um áhorfendur eru þeir í leiðinni að keppa um auglýsingatekjur við sömu stöðvarnar. Enginn verslun eða þjónustusali vill eyða stórfé í auglýsingar á sjónvarpsstöð sem enginn horfir á.

Ég hvet til þess að RÚV verði lagt niður í núverandi mynd. Ein rás verði þó tekin frá fyrir fréttir, færð á vegum, samgöngur og almannavarnatilkynningar. Hætt verði að sóa skattpeningum í þessa botnlausu hít, sem Ríkissjónvarpið er orðin að hin síðari ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 104916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband