Nútíma handknattleikur: Mikill hraði - miklar sveiflur

Þetta var frábær frammistaða hjá strákunum í kvöld og þessi sigur sýnir að skammt er á milli stórs sigurs og stórs taps í  alþjóðlegum handknattleik.

Hraði og líkamlegur styrkur leikmanna hefur aukist mikið undanfarin 15-20 ár og ef menn mæta til leiks gegn þeim bestu í slöku líkamlegu eða andlegu ástandi þá er hætt við að illa fari. Handknattleikur er erfið íþrótt og krefst þess af leikmönnum að þeir séu sterkir, með mikið úthald og staðráðnir í að gera eins vel og þeir geta.

Íslenska landsliðið sýndi í kvöld að það getur leikið heilan leik af fullum krafti. Þeir slökuðu aldrei of mikið á, hleyptu ekki Ungverjum of nálægt sér og uppskáru góðan sigur.

Vonandi gengur eins vel gegn sterku landsliði Spánverja. E.t.v. væri ráð að nota þann leik til að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri, svo þeir öðlist reynslu sem hægt verður að byggja á síðar. Það má ekki einblína á að ná sem bestum árangri á hverju móti fyrir sig. Nauðsynlegt er að byggja upp fyrir framtíðina.


mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband