Eineygður fólksbíll á Hellisheiði í blindhríð

Ég var að koma af Hellisheiðinni á austurleið nú fyrir stuttu síðan. Færð var farin að spillast og blindhríð á köflum, sérstaklega síðustu kílómetrana, áður en komið er að Kömbunum. Þegar ég var að koma niður af heiðinni mætti ég fólksbíl, sem var að leggja á heiðina. Hann var ljóslaus hægra megin (eineygður.)

Ég efa það stórlega að þessi bíll hafi komist langt. Ég var á jeppa, en í verstu þæfingunum var ég við það að keyra út af veginum.

Það er eitthvað sambandsleysi í ljósabúnaðinum á mínum bíl, sem veldur því að stundum kvikna ekki bæði aðalljósin þegar bíllin er ræstur. Sem betur fer blikkaði einn ökumaður mig með háu ljósunum í tíma og ég gat lagað ljósið.

Það verður ekki of oft brýnt fyrir ökumönnum að vera ekki að þvælast á illa búnum bílum, svo ekki sé minnst á eineygðum , í erfiðu færi og vondum veðrum á varasömum leiðum eins og Hellisheiði.

Allt of mikið er um slíkt og það mætti fækka stórlega útköllum björgunarsveita ef fólk hugaði betur að veðurspám og væri ekki úti að aka, í fleiri en einni merkingu, í vondum veðrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband