Verðtryggjum bara launin

Þau stéttarfélög sem eru með lausa samninga næst, SFR, BSRB og BHM, eiga að fara fram á að laun verði tengd við vísitöluna aftur. Vísitölutenging launa var afnumin til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags með tilheyrandi óðaverðbólgu.

Staðan er bara orðin sú, að á meðan bankar, atvinnufyrirtæki, allir aðrir en launafólk hengja sig í verðtrygginguna, eða réttara sagt hengja sig í henni, þá hafa laun vinnandi stétta setið eftir og verið komin upp á náð og miskunn atvinnurekenda og stundum ríkisvaldsins.

Tengjum launin aftur í vísitöluna! Það verður bara að hafa það, ef það kemur óðaverðbólga. Þá allavega verður einhver hemill settur á okur verslana, þjónustuaðila og fjármálastofnana, en eins og staðan er í dag er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti okrað eins og þeir vilja á vörum, þjónustu og vöxtum. 


mbl.is Forsendur samninga að bresta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála, bara ein aðalkrafa í samningunum framundan, verðtrygging launa!

corvus corax, 25.3.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: GOLA RE 945

Sammála. Launafólk hefur dregið vagninn frá því í svokölluðum þjóðarsáttarsamningum. Síðan hefur verið þjóðarsátt um að halda launafólki á hnjánum. Nú er mál að linni og farþegarnir í vagninum taki við að draga.

GOLA RE 945, 25.3.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband