Aumkunarverður Pétur Blöndal

Pétur Blöndal var aumur í Kastljósinu í kvöld, þegar Steingrímur J. benti á að almenningi í landinu er sendur reikningurinn fyrir verðbólgunni sem hefur verið komið af stað með ofþenslu í hagkerfinu, sem ríkisstjórnin hefur stuðlað að með stóriðjustefnunni.

Hann reyndi að kenna vaxtahækkunum Seðlabankanum um vandann. Það er aumt að horfa upp á þá sem hafa haft tögl og hagldir í öllum meiriháttar ákvörðunum í efnahagsmálum síðustu 17 árin kenna öllum öðrum en sjálfum sér um ástandið.

Það er siður þeirra sem eru í afneitun gagnvart eigin heimsku, t.d. drykkjumönnum á kafi í neyslu, að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um eigið böl. Sorglegt samt sem áður að sjá æðstu ráðamenn landsins í þeirri stöðu. Eiturlyf þeirra er álvæðing og virkjanaæði, með tilheyrandi þrýstingi á hagkerfið.

Verst að almenningur tekur út timburmennina, en ekki þeir sem helltu víninu í hagkerfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband