Stórgóð grein um glæpi Ísraelsríkis

Ég vil vekja athygli á grein Sigurðar Skúlasonar leikara, í Morgunblaðinu í gær. Hann er þar að svara hvítþvotti sendiherra Ísraels á glæpum þeirra gegn palestínusku þjóðinni.

Hann lýsir því hvernig Ísraelsmenn hegða sér gagnvart Aröbunum og spyr hverjir séu mestu hryðjuverkamennirnir í þessari deilu. Þetta er stórgóð grein og ég hvet alla til að lesa hana.

Sigurður segir allt sem segja þarf um þá stríðsglæpi Ísraelsríkis sem þrífast í skjóli Bandaríkjanna og óbeint í skjóli Íslendinga, sem gera ekki neitt til að mótmæla glæpunum, nema örfáir hugrakkir menn og konur, enda er Ísland ekkert annað en leppur Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum (mín orð, ekki Sigurðar.)

Auk þess eiga Íslendingar að hafa bein í nefinu til að hætta að versla við þau bandarísku fyrirtæki sem standa á bak við efnahag Ísraelsríkis og ég hef nefnt í fyrri færslu. Ætlum við að láta aðra helför viðgangast?

Lesið endilega grein Sigurðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband