Leigubloggarar - hverjir eru þeir?

Mér var ríkt í huga að skrifa um þá sem ritskoða bloggin sín, en ég get ekki orða bundist yfir orðum Egils Helgasonar í Silfrinu í dag. Hann talaði um að þingmenn væru komnir með aðstoðarmenn og það væru menn eða konur sem hafa verið að raða stólum hjá stjórnmálaflokkum eða blogga fyrir þá.

Því spyr ég ykkur bloggara og lesendur:

Eruð þið að blogga í von um umbun frá stjórnmálaflokkum eða fjársterkum aðilum? Ég vil fá að vita það, því það er ljóst að þeir bloggarar eru algerlega ómarktækir.

Veit einhver um bloggara á vegum ákveðinna stjórnmálamanna eða -flokka, aðra en núverandi eða fyrrverandi þingmenn og ráðherra?

Ég geri mér grein fyrir því að það er hægt að fullyrða að hver sem er fái greitt fyrir að blogga, en ég kýs að treysta á heiðarleika fólks. Ég fullyrði við drengskap minn að ég fæ ekki greitt fyrir að blogga, það er bara kostnaður við það fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband