3.4.2008 | 23:13
Mannvinir Íslands í dag og gær
Það var skemmtilegur bragur yfir Íslandi í dag á Stöð 2 nú í kvöld. Það má segja að baráttufólk hafi skipað stóran sess í þættinum.
Fyrst var rætt við Sturlu Jónsson, talsmann atvinnubílstjóra. Það er ljóst að aðgerðir vörubifreiðastjóra undanfarna daga til að mótmæla háu eldsneytisverði og lakri starfsaðstöðu bifreiðastjóra eru umdeildar. Engan bilbug var á Sturlu að finna og hann telur að almenningur styðji þeirra baráttu, sem komi öllum til góða, skili hún árangri.
Síðan var rætt við Þórunni Helgadóttur starfsmann ABC barnahjálpar í Kenya. Barnahjálp ABC hefur lyft grettistaki í aðstoð við þá sem minna mega sín og starfið hefur vaxið gríðarlega frá því það var sett af stað árið 1988.
Af minni reynslu sem skrifstofumaður ABC hjálparstarfs fyrir fimmtán árum síðan að dæma þá eru það ekki alltaf þeir sem hafa mest á milli handanna sem styðja svona hugsjónarstarf best. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar maður sem var atvinnulaus styrkti þrjú eða fjögur börn á vegum hjálparstarfsins. Svona mannúðarstarf bætir sjálfstraustið, gerir menn þannig hæfari til að takast á við lífið og hasla sér völl á atvinnumarkaðnum.
Síðan söng Páll Óskar lag eftir Bergþóru Árnadóttur, en fyrirhugað er að halda tónleika henni til heiðurs í Grafarvogskirkju nú um helgina. Bergþóra var einstök baráttukona og tónlistarmaður. Ég hygg að enginn sem hefur heyrt hennar tónlist eða kynnst henni hafi verið ósnortinn af þessum einstaka listamanni og hugsjónakonu. Hægt er að fræðast um líf og tónlist Bergþóru hér.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.