Enn um neytendavernd

Réttindi neytenda hafa mikið verið í umræðunni undanfarið og er það vel. Okursíða Dr. Gunna fékk neytendaverðlaunin eing og ég hef bent á í annarri færslu.

Neytendur eiga rétt á að verðmerkingar séu skýrar og ef misræmi sé á milli verðs einhverrar vöru í hillum og kassaverðs eigi hilluverðið að gilda. Síðan má ekki gleyma bannsettri fákeppninni og samráðinu sem talið er ein ástæða hæsta matvöruverðs í heiminum. Það er þó bót í máli að við hömpum heimsmeistaratitli í einhverju, fyrst okkur tekst það aldrei í handknattleik.

Ég vil benda á eitt annað sem neytendur eiga rétt á og ættu að athuga, að innslegið verð sjáist á skjá sem snýr að kaupandanum.

Ég fór í Europris nú um daginn og átti mjög skrýtið samtal við piltinn á kassanum:

 

Ég: Það er enginn skjár á þessum kassa, sem snýr að viðskiptavininum.

Afgreiðslupiltur (með hárið ofan í augunum, ég velti fyrir mér hvort hann sæi hvað hann stimplaði inn:) Nei, hann er bilaður.

Ég: Það er lögbrot að hafa ekki þannig skjá.

Afgreiðslupiltur: Verslunarstjórinn sagði að það yrði gert við hann, en svo hefur það ekki verið gert. Það er skjár á hinum kassanum.

Ég: Hvers vegna afgreiðirðu ekki á honum?

Afgreiðslupiltur: Verslunarstjórinn vill að hver starfsmaður sé á ákveðnum kassa.

 

Lengra var ekki samtalið, að öðru leyti en ég sagði að þessar afsakanir væru aumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 104916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband