22.5.2008 | 23:45
Enn um neytendavernd
Réttindi neytenda hafa mikið verið í umræðunni undanfarið og er það vel. Okursíða Dr. Gunna fékk neytendaverðlaunin eing og ég hef bent á í annarri færslu.
Neytendur eiga rétt á að verðmerkingar séu skýrar og ef misræmi sé á milli verðs einhverrar vöru í hillum og kassaverðs eigi hilluverðið að gilda. Síðan má ekki gleyma bannsettri fákeppninni og samráðinu sem talið er ein ástæða hæsta matvöruverðs í heiminum. Það er þó bót í máli að við hömpum heimsmeistaratitli í einhverju, fyrst okkur tekst það aldrei í handknattleik.
Ég vil benda á eitt annað sem neytendur eiga rétt á og ættu að athuga, að innslegið verð sjáist á skjá sem snýr að kaupandanum.
Ég fór í Europris nú um daginn og átti mjög skrýtið samtal við piltinn á kassanum:
Ég: Það er enginn skjár á þessum kassa, sem snýr að viðskiptavininum.
Afgreiðslupiltur (með hárið ofan í augunum, ég velti fyrir mér hvort hann sæi hvað hann stimplaði inn:) Nei, hann er bilaður.
Ég: Það er lögbrot að hafa ekki þannig skjá.
Afgreiðslupiltur: Verslunarstjórinn sagði að það yrði gert við hann, en svo hefur það ekki verið gert. Það er skjár á hinum kassanum.
Ég: Hvers vegna afgreiðirðu ekki á honum?
Afgreiðslupiltur: Verslunarstjórinn vill að hver starfsmaður sé á ákveðnum kassa.
Lengra var ekki samtalið, að öðru leyti en ég sagði að þessar afsakanir væru aumar.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 104916
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.