16.6.2008 | 21:01
Bjössi slær um sig á Skaga
Ísbjörn í æðarvarpi,
í mestu makindum lá,
kom af stað miklu karpi
og gæddi sér eggjum á.
Ísbjörn í æðarvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flott ljóð
Sigurlaug 16.6.2008 kl. 21:55
Takk fyrir, frænka.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 21:59
Umhverfisráðherra vildi vel
Og björgólfur bauðst til að borga,
bjössi sat og á eggjum el
meðan þyrla sveif þá bjössi fór að dorga.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.6.2008 kl. 22:43
Má til með að birta aftur endurbætta vísuna mína um bjarnarævintýrið hið fyrra, 3. júní:
Bjössi einn brjálað allt gerði,
glímdi við laganna verði.
Þeir ákváðu að skjóta
skepnuna ljóta
svo engan hún sundur merði.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 23:44
Þið hafið greinilega aldrei heyrt talað um ,,bragfræði", hvað þá kynnt ykkur hana.
Sigurjón, 17.6.2008 kl. 03:55
Nei Sigurjón við erum ekkert að rembast við að vera eitthvað sem við erum ekki,bara að hafa gaman af lífinu.Ég vona að það sé ekki glæpur að yrkja slæma limru eða þannig hehehe.
Veit ég vel að ég er vonlaus bragfræðingur,en ég sá þessa vísu hjá vini mínum Tedda og orti mína á 1 mín svo auðvitað er ekki von á góðu.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.6.2008 kl. 08:08
Það gat nú verið, hið kristilega siðferði, þ.e. trúarvitleysingjar eins og TN og bloggvinir hans, vilji nú einmitt drepa björninn fyrir að borða nokkur andaregg... hillbillyar norðursins bændadurgar vestursins hlaupandi um í lopapeysu með angandi daun af hesta og rolluskít
Í yfirlætislegri stalladýrkun og trú á að þið séuð með réttlætið og vitið á ykkar hlið.... Fréttir þið eruð óendalega hallærisleg og vitlaus..
Tinni 17.6.2008 kl. 11:34
Tek undir með honum Úlla. Ég áskil mér rétt til að kasta hvaða leirburð sem er fram. Ef Sigurjón Vilhjálmsson er svona mikill bragfræðingur má hann alveg koma með betri vísur á þessum vettvangi.
Ég skil ekki hvað Tinni er að bulla. Ég er ekki hlynntur því að skjóta björninn. Þessi seinni vísa er um hinn ísbjörninn sem VAR skotinn og er ég að lýsa því í vísunni. Þeir spurðu mig aldrei álits hvort skjóta ætti skepnuna.
Theódór Norðkvist, 17.6.2008 kl. 12:23
Gott og vel:
Ísbjörninn í æðarvarpi,
úti á skerjum lá,
af stað miklu kom hann karpi
kjamsaði eggin sá.
Umhverfisráðherra vildi vel,
Vildi Bjöggi borga.
Át hann egg með skurn og skel,
skeleggur að dorga.
Bjössi einn brjálað allt gerði,
barðist við laganna verði.
Þeir skyldu hann skjóta
skepnuna ljóta
svo engan hún bryti og berði.
Þar hafið þið það...
Sigurjón, 17.6.2008 kl. 16:17
Ég játa mig sigraðann Sigurjón,þetta er alveg grand hjá þér kæri vinur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.6.2008 kl. 16:27
Sko karl, hann tók okkur heldur betur í nefið! Verð að segja að ég vanmat Sigurjón. Flottar vísur.
Sorglegur endir samt á máli birnu. En sennilega var ekkert að gera en að taka út skepnuna fyrst hún stakk sér til sunds. Þá hefðu þeir getað misst sjónar á henni.
Theódór Norðkvist, 17.6.2008 kl. 20:16
Ég þakka. Þetta er mest æfing, fremur en einhver gáfa. Gott er að kynna sér reglur bragsins, t.d. á vef kvæðamannafélagsins Iðunnar.
Sigurjón, 19.6.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.