Riðlakeppninni að ljúka. Útsláttarkeppnin nýtt mót.

Riðlakeppninni í Evrópumótinu lýkur í dag (18. júní) með leikjum Grikkja og Spánverja annarsvegar og Rússa og Svía hinsvegar.

Hollendingar unnu sinn riðil með fáheyrðum yfirburðum, fullu húsi stiga og markatölunni 9-1. Það er athyglivert að sigurvegarar voru komnir í öllum riðlunum fjórum áður en lokaumferðin hófst. Hörð barátta var hinsvegar um annað sætið í öllum riðlunum og í B- og C-riðli áttu allar hinar þrjár þjóðirnar möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Stundum er sagt að útsláttarkeppnin, sem hefst með 8 liða úrslitum, sé í raun nýtt mót. Meira er í húfi þar sem liðin verða að leika til sigurs. Velgengni í riðlakeppninni hefur ekki alltaf í för með sér velgengni í útsláttarkeppninni.

Hollendingar unnu sinn riðil í Evrópukeppninni árið 2000, sem haldin var í Belgíu og Hollandi, ekki með sömu yfirburðum og nú, en með fullu húsi. Þeir mættu Ítölum í undanúrslitum, yfirspiluðu þá, fengu tvær vítaspyrnur í venjulegum leiktíma, en tókst ekki að koma knettinum í netið. Ítalir sigruðu í vítaspyrnukeppni og mættu Frökkum í úrslitum, þar sem þeir síðarnefndu höfðu sigur, eins og frægt er orðið. Undirritaður var svo lánsamur að vinna miða á úrslitaleikinn í netleik Vísis. Það var ógleymanleg stund.  Magnaður leikur.

Þannig getur brugðið til beggja vona hjá liðum sem líta vel út að riðlakeppninni lokinni. Hollendingum má þó segja til hróss að þeir virðast vera heilsteyptari nú, en fyrir átta árum síðan. Liðið er tiltölulega jafnt og engin ein stórstjarna sem gnæfir yfir hina. Agavandamál sem löngum hafa plagað liðið hafa ekki enn komið upp.

Portúgalir líta einnig vel út, með Ronaldo sem þeirra besta mann. Hin liðin hljóta að vera með heilan hóp af sérfræðingum sem liggja yfir myndbandsupptökum af leikjum keppninnar til að finna veikar hliðar hjá Hollandi og Portúgal.

Þrátt fyrir að hafa leikið frekar illa í mótinu hingað til er aldrei hægt að afskrifa lið eins og Ítalíu og Þýskaland. Ítalir mæta Spánverjum í 8 liða úrslitum og gætu alveg haft sigur í þeim leik. Spánverjar eru sterkir, en hinir suðurevrópsku félagar þeirra, Ítalir, eru miklir keppnismenn með mikla sigurhefð á stórmótum í knattspyrnu.

Takist skipulögðum Þjóðverjum að hafa hemil á snillingunum Ronaldo, Deco og félögum þeirra geta þeir alveg farið alla leið.

Holland - Þýskaland gæti orðið áhugaverður leikur í úrslitum, ekkert síður en Holland - Portúgal. Lið snillinganna geta nefnilega líka dottið í varnargírinn þegar mikið er í húfi.

Fyrst þurfa Hollendingar samt að hafa sigur á Rússum eða Svíum og síðan Ítölum eða Spánverjum, til að komast í úrslitaleikinn. Það er ekki auðveld leið og best að fullyrða sem minnst, því mikið er eftir af þessu móti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Draumur minn er að sjá úrslitaleikinn Holland-Portugal vá það væri leikur í lagi.Og ég verð að segja að ég hef ekki séð Hollendingana svona góða nokkurntíma fyrr.Með markatölu 9-1 úr dauðariðlinum við erum að tala um heimsmeistara og fyrrum heimsmeistara.

En eins og þú segir er komin ný keppni og þá getur allt gerst.Þetta mót hefur hingað til verið einhver skemmtilegasta Keppni sem ég hef séð og frábær fótbolti og augnayndi hið besta.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.6.2008 kl. 07:09

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir innlitið, Úlli. Tek undir með þér. Lítil endurnýjun varð Frökkunum að falli. Leikmenn þeirra eru orðnir of gamlir, meðan Hollendingar eru með mjög ungt lið. Ítalir eru að vakna til lífsins.

Theódór Norðkvist, 18.6.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta Axel, bið að heilsa Rodriguez. Ég var búinn að gleyma þessu atviki á HM 94, en mér finnst Spánverjar hafa verið betri núna síðustu 5-6 ár en þá og kannski þeirra tími sé kominn.

Annars verð ég að hrósa Þjóðverjum sem komu mér á óvart í kvöld. Þeir voru beittir fram á við og fastir fyrir í vörninni. Portúgalir áttu engin svör, sem er miður því eftirsjá er af þeirra skemmtilega liði úr keppninni.

Slæm mistök í vörninni hjá þeim, varnarmenn í eigin vítateig eiga alltaf að vera fyrir aftan sóknarmenn anstæðinganna. Reyndar gerðu Þjóðverjar svipuð mistök í síðara marki Portúgala, en það kom ekki að sök þar sem þeir voru tveimur mörkum yfir.

Theódór Norðkvist, 19.6.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Alltaf í boltanum   Nú eru Portúgalar úr leik. Portúgalar voru líka með ágætis lið en óheppnin elti þá. Loksins komin heim og þá lét ég það ganga fyrir að horfa á leik. Hef aðeins getað fylgst með. Þetta var hörku leikur og mörkin voru algjör snilld hjá Þjóðverjunum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa. Leikurinn var skemmtilegur og mörkin góð.

Theódór Norðkvist, 20.6.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband