Orð dagsins á vel við

Orð dagsins í dag úr Biblíunni á sannarlega vel við ástandið í efnahagsmálum.

Gegn ágirnd ofríkismanna

Vei þeim sem efna til ranginda, hyggja á ill verk í hvílu sinni og vinna þau þegar dagur rennur, því að þess eru þeir megnugir. Þeir ágirnast akra og ræna þeim, hús og stela þeim. Þeir svipta menn heimilum sínum og fólkið arfleifð sinni. Vegna þessa segir Drottinn: Meiri ógæfu baka ég þessari kynslóð en þér fáið risið undir. Uppréttir munuð þér eigi ganga, slík verður sú hörmungatíð. Á þeim degi verður níð kveðið um yður og harmasöngur hafinn: „Vér erum glataðir. Eignum þjóðar minnar er svipt burt, landið tekið af henni og því deilt milli kúgara.“ Og sannarlega mun enginn yðar kasta mælisnúru yfir land í viðurvist safnaðar Drottins.

Míka 2:1-5

Hvað eru okurlán íslenskra fjármálastofnana, 20-25% hvort sem við erum að tala um verðtryggð lán eða óverðtryggð lán á skuldabréfum og yfirdráttarheimildum, annað en þetta sem spámaðurinn talar um?

Bankar hirða hús skammlaust af bláfátækum alþýðuþrælum, standi þeir ekki í skilum með húsnæðislánin, m.ö.o. stela þeir þeim.

Ef þeir stela þeim ekki sjá þeir svo um hnútana að fólk getur aldrei verið heima hjá sér nema yfir blánóttina, því menn þræla myrkranna á milli til að eiga fyrir næstu afborgunum og eru þannig í raun sviptir heimilislífi.

Er ekki Glitnir að fá að kenna á eigin meðulum með þessari eignaupptöku ríkisins á bankanum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Hverju ordi sannara, eg finn mikid fyrir kreppunni heima herna i Nablus, tha serstaklega vegna thess ad veskid hefur lest um heilan helming liggur vid.

Aron Björn Kristinsson, 4.10.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband