Frábært framtak. Hárbeitt grín.

Ágætt að minna forráðamenn ríkisstjórnarinnar og bankanna, sem eru jú ríkisbankar, að stjórnarskráin og stjórnsýslulögin eru enn í gildi. Ekki veit ég til að ríkisstjórnin hafi keyrt afnám á þeim í gegnum stimpilstofnunina Alþingi, eins og svo mörg önnur ólög.

Þegar skuldir nokkurra útvalinna braskara eru felldar niður í milljarðatugavís, á sama tíma og bifreiðar og heimili eru miskunnarlaust hirt af öðru fólki, er verið að brjóta gróflega jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaganna.

Ef lögfræðingastóðið á Alþingi er farið að ryðga svona í lögunum er best að hjálpa þeim aðeins við að rifja upp þessi lög:

65. gr. stjórnarskrárinnar:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

11. gr. stjórnsýslulaga (jafnræðisreglan:)


Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.

Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.


mbl.is Tætir sundur skuldir heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband