Ríkisstjórn sem fer í kringum eigin stefnu

Nýlega samþykkti Alþingi lög sem eiga að tryggja að enginn embættismaður eða yfirmaður opinberrar stofnunar hefði hærri laun en forsætisráðherra, nema forseti Íslands (já frábært.) Það er í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar á sínum tíma um að tekið yrði á ofurlaunum í opinbera geiranum.

Nú ber svo við að sérákvæði í nýjum lögum geri bankaráði Seðlabankans kleift að greiða hærri laun en forsætisráðherra Íslands hefur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í lögunum er sérákvæði um að bankaráð Seðlabankans ákveði þóknun fulltrúa í peningastefnunefnd.

Vandamálið er að seðlabankastjóri situr jafnframt í peningastefnunefnd. Hann fær því laun fyrir setu í nefndinni auk þeirra launa sem hann fær fyrir að stjórna Seðlabankanum. Þannig geta laun hans numið talvert hærri fjárhæð en forsætisráðherra hefur.

Það glittir ekki í löngutöng yfirvalda gagnvart almenningi í landinu. Hún er alveg uppi í andlitinu á okkur. Fer ekki að verða komið nóg? Annað hvort er þetta lið í ríkisstjórninni svona heimskt að hafa ekki gert ráð fyrir þessu, eða ætlunin var aldrei að efna þetta loforð stjórnarinnar. Ég hallast frekar að því síðarnefnda.

Á sama tíma og því er lýst yfir að ekkert sé hægt að gera til að bjarga heimilunum frá afglöpum núverandi og fyrri ríkisstjórna í efnahagsmálum er haldið áfram að hlaða undir afturendann á útvöldum gæðingum, oft sama fólkinu og ber mesta ábyrgð á að efnahagslífið er hrunið.

Ég tek undir yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilanna. Jóhanna og Steingrímur hafa sagt að björgun heimilanna megi ekki kosta neitt. Hagsmunasamtökin snúa þessu við og benda á að björgun bankanna megi ekki kosta heimilin neitt. Þau séu nú þegar komin að fótum fram. Sjá yfirlýsinguna hér.

Loks vil ég hvetja alla sem eru búnir að fá nóg af þjösnaskap yfirvalda og fjármálastofnana gagnvart heimilum landsins til að mæta á borgarafund Hagsmunasamtaka heimilanna á morgun, fimmtudaginn 17. september kl. 20:00 í Iðnó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband