Færsluflokkur: Tónlist
26.5.2012 | 18:53
Eru mannréttindi pólitík?
Gréta Salóme réttlætti sinnuleysi sitt gagnvart mannréttindabrotunum fyrir framan nefið á henni með því að segja að halda ætti mannréttindum og tónlistarkeppnum eins og Eurovision aðskildum. Ég á það sameiginlegt með Páli Óskari að vera ósammála fiðluleikaranum hvað þetta varðar. Gréta er í hvítasunnukirkjunni og er yfirlýst kristin trúmanneskja, en greinilegt er að svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Skoðum aðeins fullyrðingu hennar. Eru einhverjir stjórnmálaflokkar - hérlendir sem erlendir - á móti mannréttindum? Þá er ég að tala um stefnuskrá þeirra, ekki hvað þeir gera þegar á hólminn er komið. Ég veit ekki til að neinn flokkur sé með það á stefnuskrá sinni að brjóta mannréttindi eða svipta borgarana þeim. A.m.k. ekki viljandi. Er þá nokkuð hægt að segja að mannréttindi séu pólitískt fyrirbæri. Í mesta lagi er hægt að segja að mannréttindi séu þverpólitísk, fyrst allir flokkar vilja tryggja þau.
Tónlistarmenn í sviðsljósinu fá gott tækifæri til að beita sér gegn mannréttindabrotum. Það tækifæri nýttu íslensku keppendurnir ekki, en það gerði hinsvegar fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Vonandi nýta Gréta og Jónsi betur tækifærið í Eurovision-höllinni í Baku í kvöld betur en þau sem hafa gefist undanfarna daga fyrir utan höllina.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 22:27
Frábært lag - verðugir fulltrúar
Að mínu mati besta lagið í keppninni. Ég get ekki ábyrgst að samúðarbylgjan hafi ekki haft neitt áhrif á þetta mat mitt eða þeirra sem völdu lagið, en ég reyni að láta það ekki hafa áhrif.
Sigurjón Brink var harmdauði öllum sem þekktu hann, en auðvitað sér í lagi ástvinum hans og í raun allri þjóðinni. Hann var greinilega mikill hæfileikamaður á sviði tónlistarinnar og allir sem þekktu hann lýsa honum sem einstöku ljúfmenni. Það er alltaf sorglegt þegar góðir menn falla frá á hátindi lífsins.
Þegar dauðinn og lífið mætast verður það samt oft til að aðstandendur þess sem kveður þennan heim læra að meta lífið betur. Við munum aldrei fá að vita hvort lagið Aftur heim hefði unnið undankeppnina þó þetta áfall hefði ekki komið til, en ég tel að það hefði örugglega komist framarlega.
Hvað sem segja má um það er ég þó viss um að dauðsfall Sjonna Brink hefur orðið til að vinir hans sem fluttu lagið, þjöppuðu sér saman um að flytja lagið vel og heiðra minningu Sjonna. Þeir hafa eflaust litið á þetta verkefni sem leið til að kveðja góðan félaga og listamann.
Sjálfir eru flytjendurnir allir frábærir listamenn og verðugir fulltrúar þjóðarinnar í Eurovision. Það hefur verið gaman að sjá samstöðuna og einhuginn sem ríkir í þessum hóp.
Til hamingju strákar og aðrir sem standa að laginu. Megi ykkur ganga vel í Düsseldorf í vor.
Aftur heim sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2011 | 20:32
Gott lag hjá Jóhönnu Guðrún - eldgos misráðið
Ég er ekki mikill áhugamaður um Eurovision, sem ég tel vera miklar umbúðir utan um lítið innihald. Sá keppandi fyrir Íslands hönd sem hefur náð besta árangrinum fyrr og síðar, Jóhanna Guðrún, er hinsvegar með fínt lag í undankeppninni.
Aftur á móti tel ég seinna lagið í kvöld, Eldgos, ekki eins gott. Það er of yfirdrifið og ég vona að lagið verði ekki okkar framlag í lokakeppninni í Þýskalandi. Þó eldgosið í Eyjafjallajökli sé í okkar huga tákn um stórbrotna og kraftmikla náttúru landsins er ekki víst að aðrir Evrópubúar líti það sömu augum.
Frekar hallast ég að því að eldgosið standi í þeirra huga fyrir langar biðir á lokuðum flugvöllum og aðrar samgönguraskanir sem settu daglegt líf tugþúsunda úr skorðum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2010 | 12:28
ELO - mjög vanmetin hljómsveit
Ljóst er að langlífi verður ekki hlutskipti allra meðlima þessarar vanmetnu hljómsveitar. Bassaleikari ELO lést af völdum hjartaáfalls snemma á síðasta ári. Hann var aðeins 63 ára, rúmlega ári eldri en Mike Edwards var þegar hann lenti í slysinu á föstudaginn.
Electric Light Orchestra hafði mjög sérstakan stíl sem vann þeim heimsfrægð á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Plata þeirra Discovery frá árinu 1979 er að mínu mati ein af betri plötum sem ég hef heyrt. Time sem kom út árið 1981 er ekki mikið síðri. Eftir þetta fór tónlist þeirra að hraka, Secret Messages (1983) er ágætis plata en í Balance of Power (1986) eru þeir töluvert frá sínu besta.
Þess má geta að á árinu 2008 útnefndi The Washington Times Jeff Lynne forsprakka ELO sem fjórða mesta plötuframleiðanda allra tíma. Aðeins George Martin (fyrir Bítlana), Quincy Jones, þekktastur sem maðurinn á bak við söluhæstu plötu allra tíma, Michael Jackson plötuna Thriller og Phil Spector eru fyrir framan hann.
Sellóleikari ELO lést er hann varð fyrir heyrúllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.8.2010 | 14:35
Gylfablús í E-dúr
Hef ákveðið að tjá mig í bundnu máli í þetta sinn um Gylfamálið. Hnoðaði saman þessum texta við gamla Dr. Hook-lagið Sylvia's mother.
Þeir sem gutla á gítar geta séð gripin með því að smella hér. Ósköp einfalt aðeins þrír hljómar, A, D og E. Ótal myndbönd með laginu er að finna á YouTube.
Gylfi hinn margsaga
Gylfi hinn margsaga segir
Seðlabankans aldrei ég sá minnisblað.
Gylfi hinn margsaga segir
í svari á þingi um erlend lán: ekkert er að.
Gylfi hinn margsaga segir
samt eru dómsvöld sem dæma að lokum um það.
Viðlag
svona næstu þrjú árin,
Gerðu það Mási minn, lækkaðu vexti
lánin þau ætla mig að
lifandi drepa og útlitið ei gott,
gerðu það........
Gylfi hinn margsaga segir
í sjónvarpinu að engu var leynt fyrir sér
Gylfi hinn margsaga segir
samt laug ég ekki og mun ekki segja af mér
Gylfi hinn margsaga segir
svo er ég farinn á Hornstrandir för heitið er.
Viðlag
Og Seðlabankinn segir samdrætti er spáð,
svona næstu þrjú árin,
Gerðu það Mási minn, lækkaðu vexti
lánin þau ætla mig að
lifandi drepa og útlitið ei gott,
gerðu það........
Gylfi hinn margsaga segir
sárt þykir mér það að menn skuli misskilja frekt.
Gylfi hinn margsaga segir
samt hef ég engan afvegaleitt eða hrekkt
Gylfi hinn margsaga segir
saklaus er ég af því að hafa þjóðina blekkt.
Viðlag
svona næstu þrjú árin,
Gerðu það Mási minn, lækkaðu vexti
lánin þau ætla mig að
lifandi drepa og útlitið ei gott,
gerðu það........
Gylfi á fund Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.7.2010 | 15:07
Abbey Road - lagasyrpan
Abbey Road var síðasta platan sem Bítlarnir gáfu út áður en upp úr samstarfinu slitnaði (með mikilli sorg fyrir tónlistarunnendur í kjölfarið.) Let It Be var síðasta bítlaplatan sem kom út, en upptökum á henni lauk á undan þeirri fyrrnefndu.
Platan er full af frábærum lögum og ekki eitt lélegt lag þar að finna, en athygliverðasta afurðin að mínu mati er lagasyrpan í lokin, The medley. Þannig var að fjórmenningarnir frá Liverpool voru stöðugt að vinna að nýjum lagasmíðum og jafnan með mörg járn í eldinum. Þegar hér var komið sögu voru þeir með fullt af lögum, kláruðum og ókláruðum sem þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gera við.
Paul kom með þá hugmynd að skella þeim saman í eina samfellda lagasyrpu og úr varð hið margfræga verk, The medley. Það eru aðeins snillingar sem geta tekið hálfköruð lög eða lagabúta og gert úr þeim vinsælt tónverk sem enn þann dag í dag er álitið vera að mati tónlistargagnrýnenda og flestra virtustu tónlistarmanna eitt af þeirra stórvirkjum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2010 | 00:46
Fimmtán ára með fullorðins tónlistarsmekk
YouTube er fyrir löngu orðin vettvangur þeirra sem vilja sýna hæfileika sína í von um frægð, jafnvel heimsfrægð. Þar á meðal eru upprennandi söngvarar eða hljóðfæraleikarar eins og þessi ungi piltur, sem flytur hér lagið Let It Be með Bítlunum og spilar undir á rafmagnspíanó.
Söngurinn hjá honum er fínn, þó hann sé enn í mútum og beri þess merki. Píanóleikinn neglir hann hinsvegar næstum því óaðfinnanlega. Það er hægt að skoða margar fleiri svona vonarstjörnur með því að smella á eitthvað af myndböndunum hægra megin og auðvitað upprunalegu útgáfuna með meistaranum sjálfum, sir Paul McCartney og Bítlunum. Góða skemmtun!
Gaman að skoða kynningarsíðuna, en hans helstu áhrifavaldar eru Bítlarnir, Rolling Stones, Led Zeppelin, Queen, Eric Clapton, Jimi Hendrix, Elton John, Billy Joel, Eddie Van Halen, AC/DC, Aerosmith o.fl. Sannarlega unglingur með þroskaðan tónlistarsmekk.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 01:37
Meira en popp
Abba í frægðarhöll rokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar