Færsluflokkur: Pepsi-deildin
29.9.2012 | 18:19
Góður árangur hjá Skaganum
Ég byrjaði sem ungur piltur að halda með ÍA í efstu deild, þar sem þeir voru lengi vel eina landsbyggðarliðið. Það hefur breyst, en ég hélt í hefðina. Það voru litlar líkur á því að þeir myndu halda þeim dampi sem þeir byrjuðu með út allt mótið og niðurstaðan 6. sætið, er nokkurn veginn í samræmi við það sem ég bjóst við að yrði hlutskipti liðsins. Rétt er að benda á það að einungis munar fjórum stigum á ÍA í sjötta sæti og Breiðablik í öðru sæti. Á tímabili hélt ég að fallbaráttan blasti við á Skaganum, en það varð aldrei raunin.
Það má geta þess að Skaginn missir eiginlega hjartað úr sóknarlínu liðsins um mitt mót. Gary Martin til KR og Mark Donninger til Stjörnunnar. Fá lið myndu þola að missa helstu ásana sína og allra síst lið sem er ekki með mikla breidd fyrir. Eins og Þórður bendir einmitt á, var breiddin hjá liðinu ekki næg til að hafa betur í toppbaráttunni gegn fjársterkari liðum á höfuðborgarsvæðinu, sem geta lokkað til sín leikmenn með loforðum um betri kjör.
En sem sagt ágætis árangur hjá Skagamönnum og ég óska FH til hamingju með titilinn. Heilt yfir voru þeir besta liðið.
![]() |
Þórður: Þú verður að spyrja stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2012 | 22:21
Seðlar stjórna í boltanum
Þetta virðist alltaf gerast þegar Skaginn nálgast stórveldin, þó ÍA sé stórverldi frá fornri tíð. Þeir missa bæði aðkeypta leikmenn og þá efnilegu ungu stráka sem félagið hefur lagt mikla fjármuni og vinnu í að gera að góðum leikmönnum. Tryggð ungra knattspyrnumanna við sitt eigið heimalið er að deyja út eins og risaeðlurnar og aðrar óvættir úr grárri forneskju. Ég tek fram að ég er ekki mjög trúaður á risaeðlur, en datt ekkert betra í hug til að líkja þessu tvennu saman.
Ég lýsi því yfir að sigur í Pepsi-deildinni (enn eitt merkið um að Mammon er að gleypa og hefur nánast gleypt þessa áður göfugu íþrótt) er ekki marktækur, þar sem þetta er bara spurning hver getur ausið úr stærstu sjóðunum og hefur velvild stórfyrirtækjanna.* Sem flest eru reyndar ævintýralega skuldsett og lifa á meðgjöf frá ríkinu/bönkunum, en það er önnur saga.
*Með fyrirvara um að fjársterku félögin, Kr FH eða Valur vinni deildina.
![]() |
Doninger einnig á förum frá ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2012 | 21:12
Mátti búast við þessu
![]() |
Rúnar Már skoraði bæði í sigri Vals á ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar