Hollendingurinn ljúgandi

Gat ekki stillt mig um að rjúfa bloggbindindið og svara þessum níðing, Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands. Bos er að láta það líta þannig út að Ísland sé að svíkjast undan sínum alþjóðlegu skuldbindingum, en það er haugalygi.

Væri það klárt að EES-samningurinn og ESB tilskipanir tengdar honum segðu ótvírætt að íslenska ríkinu bæri að borga Icesave-reikningana hefði ekki þurft sérstök lög á Alþingi til þess. Þá hefði verið nóg að ESB sendi bara reikning til  stjórnarráðsins í pósti.

Meðan um það er deilt að þessi skuldbinding er til staðar er það glæpur gegn hagsmunum Íslands fyrir stjórnmálamann að tala þannig á alþjóðavettvangi að Ísland sé að svíkjast um. Er ekki hægt að kæra þennan mann fyrir glæpi gegn mannkyninu?

Hann er að vinna gegn landinu og beitir fyrir sig alþjóðlegum stofnunum til að kúga Ísland. Engin lagastoð er fyrir því að nota ESB og AGS sem handrukkara fyrir einstök kúgunarveldi eins og Holland og Bretland.

Ég ætla allavega að leita allra leiða til að koma þessari skepnu í hendur réttvísinnar. Þessi maður ætti að sitja inni.


mbl.is Bos: Ekki hægt að hlaupast á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð þig í þessu :)

Sigurgeir 20.1.2010 kl. 16:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, ég hef varla heyrt nokkurn leiðtoga láta út úr sér annað eins "afþvíbara" og "liggaliggalá".  Það getur ekki nokkur maður tekið mark á svona mumli. ...að við stöndum við skuldbindingar jafnvel þótt einkafyrirtæki hafi stofnað til þeirra. Einkafyrirtæki stofna ekki skuldbindingar fyrir ríkisjóði nema að ríkisjóður hafi fyrirfram ábyrgst þau.  Það hefur einu sinni gerst, en það var þegar við ábyrgðumst Flugleiðir í kjölfar 911. Það var um takmarkaðan tíma af öryggis og samgönguástæðum. Á þá ábyrgð reyndi aldrei.  Þeta er eins og talað út úr mínu hjarta og nafngift þín á manninum er stórfín. Hollendingurinn Ljúgandi. (The lying Dutchman)

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2010 kl. 17:00

3 identicon

Sælir og þakka innlitin. Já, ég hafði ekki tekið eftir þessu að nafngiftin kemur glimrandi vel út á ensku líka. Spurning með að markaðssetja manninn með þessu á alþjóðavísu. :)

Nema hann sjái um það sjálfur. Ef hann heldur áfram á sömu braut gerir hann það.

Theódór Norðkvist 20.1.2010 kl. 17:47

4 identicon

Ég var ekki með viðskipti mín í landsbankanum, samt er ætlast til að ég borgi. Voruu þetta allt saman góðkunningjar Steingríms J sem sitja í Landsbankanum  og eru þar en, búinni að sparka þeim sem  honum hlotnast ekki.

Sigurbjörg Jónsdóttir 20.1.2010 kl. 17:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að þessum Bos væri varla óhætt á götum Íslands eftir alla lítisvirðinguna sem hann hefur látið út úr sér í garð okkar ágætu þjóðar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.1.2010 kl. 07:39

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Endilega gerðu meira af því að rjúfa bloggbindindið - please. Alltaf gaman af pistlum sem eru beittir.

"Ég ætla allavega að leita allra leiða til að koma þessari skepnu í hendur réttvísinnar. Þessi maður ætti að sitja inni."  Gangi þér vel í þessu. 

Ég er algjörlega sammála þér með þennan ljúgandi fljúgandi Hollending. Flott nafn á ensku líka.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.1.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband