Myntkörfulán - þrefalt lögbrot

Það eru sennilega engar fréttir að lánastofnanir brjóti lög, óskráð sem skráð. Ég vil samt benda á að með því að veita hin svonefndu erlendu lán til heimila og fyrirtækja er verið að brjóta a.m.k. þrenn lög.

Í fyrsta lagi lög um nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Í 1. gr. laganna kemur fram að krónan sé gjaldmiðill Íslands.

Í öðru lagi lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Orðrétt segir í athugasemd við  við 1. gr. lagafrumvarpsins:

 

Rétt er að vekja athygli á því að það fer eftir búsetu útgefanda hvort verðbréf eru flokkuð sem innlend eða erlend en ekki myntinni sem verðbréfið er gefið út í……

Svipað gildir um erlend lán. Í samræmi við notkun hugtaka í þessu frumvarpi er um að ræða erlent lán þegar innlendur aðili fær lán hjá erlendum aðila. Mynt lánsins ræður hér engu um.

Í þeim tilvikum, þegar innlendur aðili tekur lán hjá erlendum aðila og endurlánar lánsféð öðrum innlendum aðila, telst fyrra lánið erlent lán en hið síðara innlent.

 

Lesa má um frumvarpið á vef Alþingis. Gunnlaugur Kristinsson löggiltur endurskoðandi gerir þessum lagarökum nánari skil í þessari grein.

Loks brjóta myntkörfulánin gegn lögum um vexti og verðtryggingu, þar sem skýrt kemur fram að óheimilt er að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Héraðsdómur hefur staðfest þá túlkun sem frægt er orðið.


mbl.is Væntir mála gegn bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitt en  ,ollu ekki bankarnir hruni smfélags í öllum sínum myndum , svosem atvinnuhruni , siðferðishruni ,fortíðar og frammtíðarhruni   ? af hverju ekki sérstök lög á þvílíka brjálaða gjörninga ? hriðjuverkalög ?

Ásgeir Gunnarsson 15.2.2010 kl. 15:53

2 identicon

Það þarf að rannsaka bankana og allar svikamyllur þeirra ofan í kjölinn. Á meðan réttaróvissa ríkir með gengistryggðu lánin á að fresta öllum nauðungaruppboðum.

Við eigum ekki að láta það líðast að stjórnvöld og fjárplógsmenn á þeirra vegum ætli sér að reisa fjármálalífið við með blóðmjólkun á vaxtapíndum heimilum.

Theódór Norðkvist 15.2.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband