15.2.2010 | 14:18
Myntkörfulán - þrefalt lögbrot
Það eru sennilega engar fréttir að lánastofnanir brjóti lög, óskráð sem skráð. Ég vil samt benda á að með því að veita hin svonefndu erlendu lán til heimila og fyrirtækja er verið að brjóta a.m.k. þrenn lög.
Í fyrsta lagi lög um nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Í 1. gr. laganna kemur fram að krónan sé gjaldmiðill Íslands.
Í öðru lagi lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Orðrétt segir í athugasemd við við 1. gr. lagafrumvarpsins:
Rétt er að vekja athygli á því að það fer eftir búsetu útgefanda hvort verðbréf eru flokkuð sem innlend eða erlend en ekki myntinni sem verðbréfið er gefið út í
Svipað gildir um erlend lán. Í samræmi við notkun hugtaka í þessu frumvarpi er um að ræða erlent lán þegar innlendur aðili fær lán hjá erlendum aðila. Mynt lánsins ræður hér engu um.
Í þeim tilvikum, þegar innlendur aðili tekur lán hjá erlendum aðila og endurlánar lánsféð öðrum innlendum aðila, telst fyrra lánið erlent lán en hið síðara innlent.
Lesa má um frumvarpið á vef Alþingis. Gunnlaugur Kristinsson löggiltur endurskoðandi gerir þessum lagarökum nánari skil í þessari grein.
Loks brjóta myntkörfulánin gegn lögum um vexti og verðtryggingu, þar sem skýrt kemur fram að óheimilt er að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Héraðsdómur hefur staðfest þá túlkun sem frægt er orðið.
Væntir mála gegn bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 21.2.2010 kl. 14:50 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eitt en ,ollu ekki bankarnir hruni smfélags í öllum sínum myndum , svosem atvinnuhruni , siðferðishruni ,fortíðar og frammtíðarhruni ? af hverju ekki sérstök lög á þvílíka brjálaða gjörninga ? hriðjuverkalög ?
Ásgeir Gunnarsson 15.2.2010 kl. 15:53
Það þarf að rannsaka bankana og allar svikamyllur þeirra ofan í kjölinn. Á meðan réttaróvissa ríkir með gengistryggðu lánin á að fresta öllum nauðungaruppboðum.
Við eigum ekki að láta það líðast að stjórnvöld og fjárplógsmenn á þeirra vegum ætli sér að reisa fjármálalífið við með blóðmjólkun á vaxtapíndum heimilum.
Theódór Norðkvist 15.2.2010 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.